Enn á ný er byrjað að tala um að Real Madrid ætli sér að selja miðjumanninn Kaká. Chelsea hefur sýnt mikinn áhuga á að kaupa leikmanninn frá Madrid.
Þessi 29 ára gamli miðjumaður gæti farið frá félaginu í janúar. Chelsea væri líklega til í að fá leikmanninn strax þá enda vantar liðið styrkingu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Chelsea í vetur og er þegar farið að tala um að heitt sé undir stjóranum, Andre Villas-Boas.
Þó svo Kaká sé kominn nokkuð á aldur vonast Real til þess að fá í kringum 30 milljónir punda fyrir hann.
