Innlent

Sýknaður af því að nauðga sofandi konu

Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa nauðgað konu sem var sofandi í apríl 2010.

Í dóminum kemur fram að ekki hafi verið hægt að útiloka að maðurinn hafi talið að konan væri vakandi og viljug til þess að hafa við hann samræði.

Þá kemur fram í dóminum að það sé þeirra mat að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna sekt mannsins þannig það sé hafið yfir skynsamlegan vafa.

Þá er tekið með í reikninginn að konan hafi ekki verið mjög ölvuð þegar verknaðurinn átti sér stað, og að hún svæfi almennt mjög laust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×