Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni 17. september 2011 05:30 Árni páll Árnason Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þetta hefur þau ánægjulegu áhrif að það verður skyndilega einhvers virði að sökkva landi í sæ eða spilla ósnertri víðáttu á Íslandi með óafturkræfum hætti.“ Ráðherra segir það hafa verið ríkjandi vandamál í umhverfismati hingað til að erfitt hafi reynst að sýna fram á það fjárhagslega hverju sé verið að fórna í framkvæmdum á víðerni landsins. „Menn hafa getað farið um og spillt ósnortnu landi án þess að sýna fram á fjárhagslegar afleiðingar vegna þessa,“ segir hann og bætir við að fyrirætlanir Nubo muni breyta því verðmati. Landeigendur sanda, hóla og hrauna munu nú vita betur hvers konar verðmæti þeir séu með í höndunum. „Breytt verðmat hjálpar okkur sem stendur ekki á sama um hvað verður um hin ósnortnu víðerni í landinu,“ útskýrir Árni Páll. „Og það er mjög til góðs.“ Innanríkisráðherra þarf nú að ákveða hvort veita beri Nubo undanþágu til að kaup hans á Grímsstöðum gangi eftir. Kaupsýslumaðurinn ætlar sér meðal annars að byggja lúxushótel og heilsulind á svæðinu, en Grímsstaðir eru ein stærsta jörð á Íslandi, um 300 ferkílómetrar að stærð, og standa fáar landareignir hærra yfir sjávarmáli.- sv Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þetta hefur þau ánægjulegu áhrif að það verður skyndilega einhvers virði að sökkva landi í sæ eða spilla ósnertri víðáttu á Íslandi með óafturkræfum hætti.“ Ráðherra segir það hafa verið ríkjandi vandamál í umhverfismati hingað til að erfitt hafi reynst að sýna fram á það fjárhagslega hverju sé verið að fórna í framkvæmdum á víðerni landsins. „Menn hafa getað farið um og spillt ósnortnu landi án þess að sýna fram á fjárhagslegar afleiðingar vegna þessa,“ segir hann og bætir við að fyrirætlanir Nubo muni breyta því verðmati. Landeigendur sanda, hóla og hrauna munu nú vita betur hvers konar verðmæti þeir séu með í höndunum. „Breytt verðmat hjálpar okkur sem stendur ekki á sama um hvað verður um hin ósnortnu víðerni í landinu,“ útskýrir Árni Páll. „Og það er mjög til góðs.“ Innanríkisráðherra þarf nú að ákveða hvort veita beri Nubo undanþágu til að kaup hans á Grímsstöðum gangi eftir. Kaupsýslumaðurinn ætlar sér meðal annars að byggja lúxushótel og heilsulind á svæðinu, en Grímsstaðir eru ein stærsta jörð á Íslandi, um 300 ferkílómetrar að stærð, og standa fáar landareignir hærra yfir sjávarmáli.- sv
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira