Kaupin breyta verðmati á ósnortnu víðerni 17. september 2011 05:30 Árni páll Árnason Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þetta hefur þau ánægjulegu áhrif að það verður skyndilega einhvers virði að sökkva landi í sæ eða spilla ósnertri víðáttu á Íslandi með óafturkræfum hætti.“ Ráðherra segir það hafa verið ríkjandi vandamál í umhverfismati hingað til að erfitt hafi reynst að sýna fram á það fjárhagslega hverju sé verið að fórna í framkvæmdum á víðerni landsins. „Menn hafa getað farið um og spillt ósnortnu landi án þess að sýna fram á fjárhagslegar afleiðingar vegna þessa,“ segir hann og bætir við að fyrirætlanir Nubo muni breyta því verðmati. Landeigendur sanda, hóla og hrauna munu nú vita betur hvers konar verðmæti þeir séu með í höndunum. „Breytt verðmat hjálpar okkur sem stendur ekki á sama um hvað verður um hin ósnortnu víðerni í landinu,“ útskýrir Árni Páll. „Og það er mjög til góðs.“ Innanríkisráðherra þarf nú að ákveða hvort veita beri Nubo undanþágu til að kaup hans á Grímsstöðum gangi eftir. Kaupsýslumaðurinn ætlar sér meðal annars að byggja lúxushótel og heilsulind á svæðinu, en Grímsstaðir eru ein stærsta jörð á Íslandi, um 300 ferkílómetrar að stærð, og standa fáar landareignir hærra yfir sjávarmáli.- sv Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum munu breyta verðmati á ósnortnu víðerni. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Þetta hefur þau ánægjulegu áhrif að það verður skyndilega einhvers virði að sökkva landi í sæ eða spilla ósnertri víðáttu á Íslandi með óafturkræfum hætti.“ Ráðherra segir það hafa verið ríkjandi vandamál í umhverfismati hingað til að erfitt hafi reynst að sýna fram á það fjárhagslega hverju sé verið að fórna í framkvæmdum á víðerni landsins. „Menn hafa getað farið um og spillt ósnortnu landi án þess að sýna fram á fjárhagslegar afleiðingar vegna þessa,“ segir hann og bætir við að fyrirætlanir Nubo muni breyta því verðmati. Landeigendur sanda, hóla og hrauna munu nú vita betur hvers konar verðmæti þeir séu með í höndunum. „Breytt verðmat hjálpar okkur sem stendur ekki á sama um hvað verður um hin ósnortnu víðerni í landinu,“ útskýrir Árni Páll. „Og það er mjög til góðs.“ Innanríkisráðherra þarf nú að ákveða hvort veita beri Nubo undanþágu til að kaup hans á Grímsstöðum gangi eftir. Kaupsýslumaðurinn ætlar sér meðal annars að byggja lúxushótel og heilsulind á svæðinu, en Grímsstaðir eru ein stærsta jörð á Íslandi, um 300 ferkílómetrar að stærð, og standa fáar landareignir hærra yfir sjávarmáli.- sv
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira