Innlent

Ryskingar í Vestmannaeyjum

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Vestmannaeyjum um klukkan sjö í morgun eftir að hafa lent í átökum við annan mann. Lögreglumenn voru á eftirlitsferð um bæinn þegar þeir sáu tvo menn takast á, og handtóku annan í kjölfarið. Hinn maðurinn var með áverka á höfði en taldi sig ekki þurfa á læknishjálp að halda og gat því farið heim. Sá handtekni sefur nú úr sér áfengisvímu í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×