Við getum breytt heiminum 3. desember 2011 22:30 Þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Halldóra Geirharðsdóttir hafa hvort um sig leikið margvísleg hlutverk í gegnum sinn listaferil. Undanfarið hafa þau þau spreytt sig á nýju og krefjandi hlutverki sem tók verulega á, um leið og það gaf þeim nýja sýn á lífið. Halldóra heimsótti Úganda í fyrra og Haítí í október síðastliðnum en Páll Óskar fór til Afríkuríkisins Síerra Leóne. Fyrrnefnda landið er í sárum eftir náttúruhamfarir, það síðarnefnda eftir borgarastyrjöld. Á báðum stöðum vinnur UNICEF nauðsynlegt starf við að bæta lífsskilyrði barna og standa vörð um réttindi þeirra. Halldóra: „Ef við viljum breyta heiminum þá byrjum við í grunninum. Þess vegna er eitthvað svo rökrétt að einbeita sér að börnunum." Páll Óskar: „Þetta er einmitt inntakið í textanum sem ég var að klára við UNICEF-lagið. Það var dálítil áskorun. Hún fólst í því að fara ekki í klisjurnar: "Save the world, save the children". Ég held mér hafi tekist þetta ágætlega." [Hér lokar Páll Óskar augunum og fer með textann við nýja lagið sem hann gerði fyrir UNICEF: "Megi það byrja með mér."] Halldóra: „Þetta er alveg gæsahúð!" Páll Óskar: „Þetta er bæn í sjálfu sér. Þetta ferðalag mitt, að fá að fara til Síerra Leóne, varð til þess að ég umturnaðist úr því að vera vanmáttugur í það að vera máttugur. Það er mjög einfalt. Maður gerist heimsforeldri!" Halldóra: „Einmitt. Við sem erum hérna megin og borgum þurfum ekki að vita allt sjálf. Til þess er UNICEF-skrifstofan, milliliðurinn, þar sem er greint hvar neyðin er mest og hvað þarf að gera. Við Palli höfum séð að fólkið hjá UNICEF er eldhugar, bæði sjálfboðaliðarnir í löndunum sjálfum og starfsfólkið. Heimurinn er fullur af góðu fólki og við viljum öll það sama. Við viljum að hvert einasta barn fái að þroskast og fái grunnlífsskilyrði. Þetta tekur tíma. Þess vegna þurfum við að hugsa í þrjátíu árum. Ekki í hálfu ári."Hér er barn, við þangað! Bæði hrifust þau Páll Óskar og Halldóra af þeirri einföldu sýn sem UNICEF starfar eftir, að öll börn eigi rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar gegn ofbeldi og misnotkun. Páll Óskar: „Mér finnst algjör snilld að UNICEF hefur engar trúarlegar eða pólitískar skoðanir. Fókusinn hjá þeim er algjörlega á barnið: "Hér er barn. Það hefur ákveðin réttindi. Við þangað!" Sagan á bak við samtökin sló mig. Í seinni heimsstyrjöldinni var ráðist á konur og börn. Hún var ekki háð uppi á einhverri hæð milli tveggja fylkinga karlmanna. Eftir sat heimurinn í sárum og spurði sig: "Bíddu, hvað gerðist eiginlega?" Og þá kom þessi spurning upp - hafa börn engan rétt? Börn voru réttlaust fólk á þessum tíma. Í framhaldinu bjuggu Sameinuðu þjóðirnar barnasáttmálann til. Þar er kveðið á um að öll börn í heiminum, sama hvar þau búa, eiga rétt á því að lifa, nærast, fá heilsugæslu, menntun, að leika sér?? Ef UNICEF grunar að einhvers staðar sé gengið á rétt barnsins - þau þangað! Ef UNICEF hefði einhverjar pólitískar eða trúarlegar skoðanir gætu þau ekki starfað." Halldóra: „Einmitt. Enda er UNICEF oft á meðal þeirra hjálparsamtaka sem fá að aðstoða börn í löndum þar sem öðrum er meinað aðgengi." Páll Óskar: „Þetta eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi og þau fá að fara alls staðar inn. Við Halldóra fengum aðgang að hlutum sem venjulegt fólk fær aldrei að sjá. Ég er endalaust þakklátur fyrir það. En þetta var áfall. Þetta var eins og að fá að verða vitni að umferðarslysi. Eins og einhver hefði komið til mín og sagt: "Ég veit það verður umferðarslys hérna á morgun. Ég ætla að bjóða þér að sjá það."Gátu skilið vonina eftir Þau urðu bæði tvö vitni að ólýsanlegri þjáningu og eymd á ferðalögunum. En þau upplifðu líka þakklæti fólksins yfir því að þau væru þarna og létu sig líf þeirra varða. Halldóra: „Eitt af því sem ég velti fyrir mér, áður en ég tók ákvörðun um að fara, var þetta: Hver er ég, hvít kona frá Íslandi, sem býr við allsnægtir, á nóg að borða og getur sent börnin sín í skóla, hver er ég að fara þangað? Verð ég ekki eins og boðflennan með konfektmolann í munninum að fylgjast með fátæka fólkinu? En svo upplifði ég einmitt hið gagnstæða. Þegar það kemur hvít kona inn í fátækrahverfi, horfir í augu barns og spyr: "Hvernig líður þér?" getur kviknað vonarneisti hjá því. Þó það sjái aldrei þessa hvítu konu aftur veit það að það er ekki öllum alveg sama. Þetta getur skipt mjög miklu máli. Eina sem maður getur skilið eftir sig er von. Von gefur þér kraft." Páll Óskar: „Ég hafði miklar áhyggjur af þessu sama áður en ég lagði af stað. En börnin tóku það burtu frá mér um leið. Alls staðar þar sem ég kom var mér fagnað, börnin föðmuðu mig, dönsuðu og sungu. Ég passaði mig líka alltaf á því, þegar myndavélin var hætt að rúlla, að segja: "Takk fyrir að segja mér þessa sögu. Þú verður að vita það að þessi saga kemur í sjónvarpinu á Íslandi, þar sem fullt af fólki fær að heyra hana. Við vonum að þetta fólk gefi síðan peninga til UNICEF. Þannig að sagan þín er að fara að bjarga fullt af fólki sem þú þekkir ekki neitt." Að gefa þeim þetta, vissu um að þau hefðu verið að gera gagn, var meiri háttar. Ég sá ljósið í augum þeirra kvikna. Þau tóku að blika." Mikilvægi hreina vatnsins Páll Óskar: „Ég heimsótti nokkur þorp og fann á viðtökunum að þar höfðu góð verk verið unnin. Og hvað fæ ég að sjá? Skóla sem er byggður af UNICEF, vatnsbrunna sem dæla hreinu vatni djúpt neðan úr jörðinni, hannaða af UNICEF." Halldóra: „Þau hjá UNICEF eru sérfræðingar í vatni.Þau hreinsa vatn, sem er algjör grunnforsenda fyrir börn á aldrinum 0 til 2 ára. Það getur verið óbætanlegur skaði fyrir barn að drekka eitrað vatn og lenda í því að fá niðurgang. Hann er önnur algengasta dánarorsök barna í heiminum. Hugsið ykkur það! Það kostar tíu krónur, svona lítið bréf með nauðsynlegum söltum til að binda vatn í líkamanum svo barnið þorni ekki upp og deyi." Páll Óskar: „Þessi hjálp sem við getum veitt er ekki flókin. Við gerumst heimsforeldrar. Það kostar 2.000 krónur á mánuði. Það er dregið af reikningnum þínum og þú tekur varla eftir því. Ég veit að margir hér á Íslandi eiga um sárt að binda og að hver hundrað kall skiptir það máli. En hvað ef það er sett í það samhengi að hundrað kallinn þinn getur bjargar þremur til fjórum mannslífum? Þarna liggur okkar máttur, búandi í velferðarsamfélagi. Við megum ekki drukkna í okkar eigin kreppu." Halldóra: „Ég upplifði svo sterkt á Haítí hvað verðmæti menntunar eru mikil. Það að fá menntun, hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu segir mér að við erum í grunninn svo rík hér á Íslandi. Hér er nóg til. Kreppan verður afstæð í þessu samhengi." Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þau Páll Óskar Hjálmtýsson og Halldóra Geirharðsdóttir hafa hvort um sig leikið margvísleg hlutverk í gegnum sinn listaferil. Undanfarið hafa þau þau spreytt sig á nýju og krefjandi hlutverki sem tók verulega á, um leið og það gaf þeim nýja sýn á lífið. Halldóra heimsótti Úganda í fyrra og Haítí í október síðastliðnum en Páll Óskar fór til Afríkuríkisins Síerra Leóne. Fyrrnefnda landið er í sárum eftir náttúruhamfarir, það síðarnefnda eftir borgarastyrjöld. Á báðum stöðum vinnur UNICEF nauðsynlegt starf við að bæta lífsskilyrði barna og standa vörð um réttindi þeirra. Halldóra: „Ef við viljum breyta heiminum þá byrjum við í grunninum. Þess vegna er eitthvað svo rökrétt að einbeita sér að börnunum." Páll Óskar: „Þetta er einmitt inntakið í textanum sem ég var að klára við UNICEF-lagið. Það var dálítil áskorun. Hún fólst í því að fara ekki í klisjurnar: "Save the world, save the children". Ég held mér hafi tekist þetta ágætlega." [Hér lokar Páll Óskar augunum og fer með textann við nýja lagið sem hann gerði fyrir UNICEF: "Megi það byrja með mér."] Halldóra: „Þetta er alveg gæsahúð!" Páll Óskar: „Þetta er bæn í sjálfu sér. Þetta ferðalag mitt, að fá að fara til Síerra Leóne, varð til þess að ég umturnaðist úr því að vera vanmáttugur í það að vera máttugur. Það er mjög einfalt. Maður gerist heimsforeldri!" Halldóra: „Einmitt. Við sem erum hérna megin og borgum þurfum ekki að vita allt sjálf. Til þess er UNICEF-skrifstofan, milliliðurinn, þar sem er greint hvar neyðin er mest og hvað þarf að gera. Við Palli höfum séð að fólkið hjá UNICEF er eldhugar, bæði sjálfboðaliðarnir í löndunum sjálfum og starfsfólkið. Heimurinn er fullur af góðu fólki og við viljum öll það sama. Við viljum að hvert einasta barn fái að þroskast og fái grunnlífsskilyrði. Þetta tekur tíma. Þess vegna þurfum við að hugsa í þrjátíu árum. Ekki í hálfu ári."Hér er barn, við þangað! Bæði hrifust þau Páll Óskar og Halldóra af þeirri einföldu sýn sem UNICEF starfar eftir, að öll börn eigi rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar gegn ofbeldi og misnotkun. Páll Óskar: „Mér finnst algjör snilld að UNICEF hefur engar trúarlegar eða pólitískar skoðanir. Fókusinn hjá þeim er algjörlega á barnið: "Hér er barn. Það hefur ákveðin réttindi. Við þangað!" Sagan á bak við samtökin sló mig. Í seinni heimsstyrjöldinni var ráðist á konur og börn. Hún var ekki háð uppi á einhverri hæð milli tveggja fylkinga karlmanna. Eftir sat heimurinn í sárum og spurði sig: "Bíddu, hvað gerðist eiginlega?" Og þá kom þessi spurning upp - hafa börn engan rétt? Börn voru réttlaust fólk á þessum tíma. Í framhaldinu bjuggu Sameinuðu þjóðirnar barnasáttmálann til. Þar er kveðið á um að öll börn í heiminum, sama hvar þau búa, eiga rétt á því að lifa, nærast, fá heilsugæslu, menntun, að leika sér?? Ef UNICEF grunar að einhvers staðar sé gengið á rétt barnsins - þau þangað! Ef UNICEF hefði einhverjar pólitískar eða trúarlegar skoðanir gætu þau ekki starfað." Halldóra: „Einmitt. Enda er UNICEF oft á meðal þeirra hjálparsamtaka sem fá að aðstoða börn í löndum þar sem öðrum er meinað aðgengi." Páll Óskar: „Þetta eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi og þau fá að fara alls staðar inn. Við Halldóra fengum aðgang að hlutum sem venjulegt fólk fær aldrei að sjá. Ég er endalaust þakklátur fyrir það. En þetta var áfall. Þetta var eins og að fá að verða vitni að umferðarslysi. Eins og einhver hefði komið til mín og sagt: "Ég veit það verður umferðarslys hérna á morgun. Ég ætla að bjóða þér að sjá það."Gátu skilið vonina eftir Þau urðu bæði tvö vitni að ólýsanlegri þjáningu og eymd á ferðalögunum. En þau upplifðu líka þakklæti fólksins yfir því að þau væru þarna og létu sig líf þeirra varða. Halldóra: „Eitt af því sem ég velti fyrir mér, áður en ég tók ákvörðun um að fara, var þetta: Hver er ég, hvít kona frá Íslandi, sem býr við allsnægtir, á nóg að borða og getur sent börnin sín í skóla, hver er ég að fara þangað? Verð ég ekki eins og boðflennan með konfektmolann í munninum að fylgjast með fátæka fólkinu? En svo upplifði ég einmitt hið gagnstæða. Þegar það kemur hvít kona inn í fátækrahverfi, horfir í augu barns og spyr: "Hvernig líður þér?" getur kviknað vonarneisti hjá því. Þó það sjái aldrei þessa hvítu konu aftur veit það að það er ekki öllum alveg sama. Þetta getur skipt mjög miklu máli. Eina sem maður getur skilið eftir sig er von. Von gefur þér kraft." Páll Óskar: „Ég hafði miklar áhyggjur af þessu sama áður en ég lagði af stað. En börnin tóku það burtu frá mér um leið. Alls staðar þar sem ég kom var mér fagnað, börnin föðmuðu mig, dönsuðu og sungu. Ég passaði mig líka alltaf á því, þegar myndavélin var hætt að rúlla, að segja: "Takk fyrir að segja mér þessa sögu. Þú verður að vita það að þessi saga kemur í sjónvarpinu á Íslandi, þar sem fullt af fólki fær að heyra hana. Við vonum að þetta fólk gefi síðan peninga til UNICEF. Þannig að sagan þín er að fara að bjarga fullt af fólki sem þú þekkir ekki neitt." Að gefa þeim þetta, vissu um að þau hefðu verið að gera gagn, var meiri háttar. Ég sá ljósið í augum þeirra kvikna. Þau tóku að blika." Mikilvægi hreina vatnsins Páll Óskar: „Ég heimsótti nokkur þorp og fann á viðtökunum að þar höfðu góð verk verið unnin. Og hvað fæ ég að sjá? Skóla sem er byggður af UNICEF, vatnsbrunna sem dæla hreinu vatni djúpt neðan úr jörðinni, hannaða af UNICEF." Halldóra: „Þau hjá UNICEF eru sérfræðingar í vatni.Þau hreinsa vatn, sem er algjör grunnforsenda fyrir börn á aldrinum 0 til 2 ára. Það getur verið óbætanlegur skaði fyrir barn að drekka eitrað vatn og lenda í því að fá niðurgang. Hann er önnur algengasta dánarorsök barna í heiminum. Hugsið ykkur það! Það kostar tíu krónur, svona lítið bréf með nauðsynlegum söltum til að binda vatn í líkamanum svo barnið þorni ekki upp og deyi." Páll Óskar: „Þessi hjálp sem við getum veitt er ekki flókin. Við gerumst heimsforeldrar. Það kostar 2.000 krónur á mánuði. Það er dregið af reikningnum þínum og þú tekur varla eftir því. Ég veit að margir hér á Íslandi eiga um sárt að binda og að hver hundrað kall skiptir það máli. En hvað ef það er sett í það samhengi að hundrað kallinn þinn getur bjargar þremur til fjórum mannslífum? Þarna liggur okkar máttur, búandi í velferðarsamfélagi. Við megum ekki drukkna í okkar eigin kreppu." Halldóra: „Ég upplifði svo sterkt á Haítí hvað verðmæti menntunar eru mikil. Það að fá menntun, hafa aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu segir mér að við erum í grunninn svo rík hér á Íslandi. Hér er nóg til. Kreppan verður afstæð í þessu samhengi."
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira