Lífið

Upplausn á heimili Smith-hjónanna

Ekki er víst að Will Smith og Marc Anthony heilsist svona innilega í bráð.
Ekki er víst að Will Smith og Marc Anthony heilsist svona innilega í bráð.
Vinkonur Jada Pinkett Smith og Jennifer Lopez á góðri stundu á rauða dreglinum árið 1997.
Eitt frægasta, og hingað til traustasta, hjónaband Hollywood stendur völtum fótum þessa dagana. Leikaraparið Will Smith og Jada Pinkett Smith er að skilja ef marka má bandaríska miðla og hefur fréttaflutningur af málefnum þeirra tekið á sig nýja mynd undanfarna daga.

Daginn eftir að Smith-hjónin gáfu út yfirlýsingu þess efnis að þau væru alls ekki að skilja birti tímaritið InTouch Weekly forsíðufrétt um parið. Þar er frú Smith sökuð um að hafa haldið framhjá manni sínum með meðleikara sínum úr sjónvarpsþáttunum Hawthorne.

Meðleikarinn er enginn annar en Marc Anthony, fyrrverandi eiginmaður Jennifer Lopez. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Will Smith hafi komið að eiginkonu sinni í rúminu með Marc og rokið í burtu í tárum. Eftir á rak hann hluta af starfsfólki heimilisins fyrir að halda þessu leyndu fyrir sér.

Talsmenn Smith-hjónanna og Marc Anthony hafa sagt að ekkert sé hæft í þessum fréttaflutningi og Smith-hjónin hóta að kæra tímaritið.

Fyrirmyndarfjölskyldan Smith-fjölskyldan hefur löngum verið talin til fyrirmyndar í Hollywood. Hér eru þau Willow Smith, Jaden Smith, Jada Pinkett Smith og Will Smith á góðri stundu. nordicphotos/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×