Vill endurskoða skotvopnabúnað lögreglu 27. desember 2011 07:30 Vígbúnaður undirheima Jökull segir að glöggt megi sjá að skotvopn séu að verða algengari í undirheimum hér á landi. Hér sést hluti vopnabúrs sem var tekið við húsleit í Reykjavík fyrir skemmstu. FRéttabalaðið/anton Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent