Enski boltinn

Balotelli bauð á barinn og fór svo í jólamessu

Ólátabelgurinn Mario Balotelli er ekki allur þar sem hann er séður. Balotelli mætti í kirkju um jólin og bauð hraustlega í glas á litlum bar í Manchester.

Á aðfangadagskvöld mætti hann til messu í St. John's kirkjuna en Roberto Mancini mætti í messu þar um síðustu jól.

Balotelli var auðmjúkur, lét lítið fyrir sér fara en gaf um 40 þúsund krónur í söfnunarbaukinn. Presturinn var svo hrifinn af því að fá Balotelli í messuna að hann bauð ítalska framherjanum í mat með heimilislausum daginn eftir.

Fyrr á aðfangadag mætti Balotelli á lítinn bar þar sem hann laumaði 200 þúsund krónum að vertinum svo allir gætu drukkið frítt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×