Enski boltinn

Meiðslalisti United langur - hér er byrjunarliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonny Evans liggur meiddur í grasinu.
Jonny Evans liggur meiddur í grasinu. Nordic Photos / Getty Images
Enska dagblaðið The Guardian birtir í dag byrjunarlið þeirra leikmanna sem eru nú frá vegna meiðsla hjá Manchester United.

Alex Ferguson, stjóri United, segir að hann hafi aldrei lent í öðru eins en fjölmargir leikmenn eru nú frá vegna ýmist meiðsla eða veikinda.

Engu að síður vann United 5-0 sigur á Wigan í gær þar sem Dimitar Berbatov gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu. Var það fyrsti leikur hans í byrjunarliði síðan í lok september.

„Síðustu dagar hafa verið martröð líkast. Phil Jones veiktist, Chris Smalling var veikur fyrir og Rio [Ferdinand] meiddist í baki á æfingu. Jonny Evans kom svo meiddur út af í hálfleik."

Hérna má sjá þá ellefu leikmenn sem komast í byrjunarlið meiddu leikmannanna hjá United. Rio Ferdinand er í markinu en hann klæddi á sig hanskana eftir að Tomasz Kuszczak var rekinn af velli í bikarleik gegn Portsmouth árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×