Fótbolti

Capello: Lærðum að spila án Rooney

Capello og Stuart Pearce á bekknum í kvöld.
Capello og Stuart Pearce á bekknum í kvöld.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, var ánægður með sigur Englands á Svíum í kvöld og segist hafa lært mikið um það hvernig lífið er hjá enska landsliðinu án Wayne Rooney í síðustu tveim leikjum.

"Þetta var áhugaverður leikur en alls ekki auðveldur því Svíþjóð er með mjög gott lið. Liðið er afar vel skipulagt og erfitt að leika gegn því," sagði Capello.

"Ég er ánægður en við verðum samt að bæta okkur. Við verðum að hreyfa okkur hraðar þegar við erum með boltann.

Ég lærði mikið í þessum leikjum hvernig er að spila án Rooney og það var mikilvægt. Ég er ánægður með þessa tilraun okkar. Við breyttum leikstílnum og spiluðum með þrjá miðjumenn. Við unnum tvo leiki og sköpuðum okkur fullt af færum. Ég veit að Rooney er frábær leikmaður en ég fann fyrir miklum liðsanda í þessum leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×