Sam Hewson: Toddi er skemmtilegur þjálfari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2011 10:00 Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Sam Hewson, fyrrum fyrirliði varaliðs Manchester United, var eldhress þegar blaðamaður hitti á hann í Safamýrinni í gær. Hewson vonast eftir því að semja við Framara. „Mér líst vel á þetta. Strákarnir hjá Fram eru búnir að taka vel á móti mér og þjálfarinn hefur verið fínn. Ég skemmti mér vel,“ segir Englendingurinn. Hewson hefur verið í tæpa viku á Íslandi og líst ágætlega á aðstæður. „Ég hef æft með liðinu frá því á þriðjudag. Ég sá fyrsta sigurleikinn í vikunni og er virkilega ánægður.“ Hewson tekur þó ekki undir með blaðamanni að nærvera hans hafi haft þau áhrif að fyrsti sigurinn hafi komið í hús gegn Víkingum. „Ég myndi ekki segja það. Vonandi getum við haldið áfram og náð í sigur á sunnudaginn.“ Hewson segir ekki mikið hafa komið honum á óvart á æfingum hjá Fram miðað við það sem hann á að venjast. Hann er þó ánægður með æfingar sem séu skemmtilegar. „Toddi (Þorvaldur Örlygsson) er góður í að fá menn til þess að hafa gaman af æfingum með sendingaræfingum og fleira. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir enski miðjumaðurinn. Hewson var fyrirliði varaliðs Manchester United og var meðal annars í leikmannahópi aðalliðsins í Meistaradeildinni gegn Roma árið 2007. „Svoleiðis gerast hlutirnir. Stundum gengur vel, stundum ekki. En ég vona að ég geti haldið ferlinum gangandi hérna hjá Fram,“ segir Sam sem spilaði með Altringham í 5. deild enskrar knattspyrnu síðastliðinn vetur. Hann segir varaliðinu hafa gengið ágætlega þegar hann spilaði hjá liðinu. „Já, við stóðum okkur vel. Við höfðum gott lið og stráka sem náðu vel saman. Vonandi get ég miðlað af þessari reynslu til Fram. Við sjáum hvað setur.“ Hewson spilaði undir stjórn Skotans Brian McClair. Var ekki erfitt að spila undir stjórn Skota? „Nei, það var alls ekki slæmt. Reyndar mjög fínt. Hann er mjög fínn,“ segir Hewson um McClair sem var mikill markaskorari á árum áður hjá United. Sam Tillen, vinstri bakvörður Framara, hefur verið Hewson innan handar fyrstu dagana í Reykjavík. Ætli Hewson hafi ekki orðið fyrir miklum vonbrigðum með að það væri nú þegar einn Sam hjá félaginu? „Nei, (hlær). Sam hefur séð vel um mig. Hann er góður félagi.“ Aðspurður hvort sú staðreynd að Fram og Sam ríma gefi ekki til kynna farsælt samstarf hlær Hewson: „Kannski, við verðum að sjá til.“ Veður hefur verið gott á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Hewson var léttklæddur í Safamýrinni í dag og líkaði veðrið greinilega ágætlega. „Það kom mér á óvart. Búið að vera sól síðan ég kom. Ég vissi ekki á hverju ég átti von svo ég er mjög ánægður. Betra en enska veðrið. Það er búið að rigna í allt sumar.“ Hewson var áhorfandi í Víkinni á mánudagskvöld þegar Steven Lennon tryggði Frömurum fyrsta sigurinn í Pepsi-deildinni í sumar. „Mér fannst strákarnir gera vel. Þetta var ekki áferðafallegur fótbolti. En úrslitin skipta öllu máli. Vonandi gefur sigurinn liðinu sjálfstraust,“ segir Hewson. Hewson segist vonast eftir því að vera hjá Fram-liðinu til lengri tíma. „Ég vona það. Við sjáum hvað gerist. Ég er tilbúinn að vera til langs tíma ef þjálfarinn vill fá mig,“ sagði Englendingurinn geðþekki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann