Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun 23. júlí 2011 15:48 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands Mynd/Valli Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent