Eigandi Rottweilertíkar boðaður til yfirheyrslu Erla Hlynsdóttir skrifar 4. maí 2011 16:10 Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur . Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur .
Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Sérsveitin kölluð út á Siglufirði Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54