Eigandi Rottweilertíkar boðaður til yfirheyrslu Erla Hlynsdóttir skrifar 4. maí 2011 16:10 Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur . Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglunnar á Akureyri á morgun vegna hvarfs tíkarinnar úr vörslu lögreglunnar á Selfossi. Mæti eigandinn ekki til yfirheyrslu getur lögregla gripið til þess að óska eftir því hjá dómara að eigandinn verði færður til yfirheyrslu, og þar með handtekinn. Ekki er þó búist við að til þess þurfi að koma. „Við erum að rannsaka hver nam hana á brott," segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi um hvarf tíkarinnar. Hún hafði verið vistuð á hundahóteli síðustu vikur, að kröfu lögreglu, á meðan ákvörðun yrðu tekin um framtíð hennar. Eins og fréttastofa hefur greint frá stóð til að tíkinni yrðu lógað eftir að hún beit konu. Eigandinn var því mótfallin og réði sér lögmann.Dómari hafnaði heimild til húsleitar Eftir að tíkin hvarf af hundahótelinu óskaði lögreglan á Selfossi óskaði eftir því að fá heimild til húsleitar hjá eiganda, sem var búsettur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en er nú fluttur til Akureyrar. Dómari vildi ekki veita slíka heimild þar sem ekki hefðu komið fram sannanir um að eigandinn hefði rænt hundinum af hundahótelinu. Þorgrímur Óli staðfestir hins vegar að farið hafi verið fram á húsleitarheimildina vegna þess að eigandinn sé grunaður um einmitt það. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða vísbendingar lögreglan hefur í þá veru. Þá segir Þorgrímur að fyrir dómi í gær hafi lögmaður eigandans staðfest að tíkin væri nú á heimili eigandans á Akureyri. Vegna þess hefur lögreglan á Akureyri nú boðað hann til yfirheyrslu á morgun. Lögreglan á Selfossi íhugar nú næstu skref í rannsókninni. Til greina kemur að úrskurði héraðsdóms frá í gær, þar sem beiðni um húsleitarheimild var synjað, verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þá er einnig möguleiki að lögreglan fari fram á það við dómara að eigandanum verði hreinlega gert að afhenda hundinn, nú þegar ljóst er að hundurinn er í hans vörslu.Hver ætlar að bera ábyrgð ef illa fer? „Við höfum áhyggjur af því að búið er að meta hundinn hættulegan, af fagfólki. Manni verður bara hugsað til þess ef börn eða fullorðnir verða á vegi hundsins. Hver ætlar að bera ábyrgð á því ef illa fer?" spyr Þorgrímur .
Tengdar fréttir Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. 3. maí 2011 15:54