Innlent

Verkfallinu hjá Hafrannsókn frestað

Rúmlega átta vikna verkfalli undirmanna á skipum Hafrannsóknastofnunar var frestað á fundi samningamanna sjómanna og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi með undirritun rammasamkomulags, sem á að verða fullbúið fyrir 11. desember.

Ákveðið verður fyrir hádegi til hvaða verkefna skipin verða send, en ýmsar samanburðarrannsóknir, sem gerðar eru árlega á haustin, eru alveg að falla á tíma og verða jafnvel ómarktækar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×