Innlent

Mikill meirihluti á móti því að lögreglan beri skotvopn

Um 70 prósent eru andvígir því að lögreglumenn beri skotvopn við almenn skyldustörf samkvæmt niðurstöðu könnunar á vegum MMR.

963 voru spurði dagana 21. til 23. nóvember. Þar kom meðal annars fram að fleiri konur en karlar eru hlynntar því að heimilda eigi lögreglumönnum að bera skotvopn. Andstaða við það eykst með hækkandi aldri.

36 prósent voru mjög andvíg því að lögreglumenn bæru skotvopn á meðan rúm sjö prósent voru því mjög fylgjandi.

Tilefni könnunarinnar er skotárás í Reykjavík síðustu helgi, þegar karlmenn skutu á bifreið. Lögreglan leitaði mannanna óvopnuð, og upphófst umræða um það hvort lögreglan ætti að bera skotvopn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×