Skemmtigarður fyrir börnin 7. júlí 2011 07:00 Hrefna Björk Sverrisdóttir og Bjarni Sigurðsson opna skemmtigarð fyrir börnin. Mynd/Valli „Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. Ævintýragarðurinn er skemmtigarður fyrir börnin í bland við kaffihús fyrir foreldrana. „Okkur fannst vanta eitthvað í líkingu við þetta hingað heim til Íslands. Athvarf þar sem bæði foreldranir og börnin geta skemmt sér saman óháð veðri, enda er varla hægt að reiða sig á það hér á Íslandi,“ segir Hrefna Björk en þetta er í fyrsta sinn sem hún og Bjarni fara í rekstur á borð við þennan. Hrefna hefur verið að sjá um framleiðslu á gamanþáttum Steinda JR og Bjarni er gítarleikari rokksveitarinnar Mínus. „Við sérpöntuðum flott leiktæki frá Kína og erum með leiksvæði fyrir alla aldurshópa.“ Staðurinn skiptist í leiksvæði fyrir krakkana með hoppukastala, rennibrautum, boltalandi og fleiri leiktækjum. Einnig er kaffihús þar sem foreldrarnir geta slappað af og vafrað á netinu og 70 fm leiksvæði þar sem yngstu börnin geta leikið sér undir eftirliti foreldranna. Í Ævintýragarðinum eru herbergi sem hægt er að panta fyrir afmælisveislur. „Við höfum trú á að þetta sé gaman fyrir alla. Undanfarna daga hafa vinir og vandamenn fengið að koma og skoða og allir ganga skælbrosandi héðan út.“ Ævintýragarðurinn er staðsettur í Skútuvogi 4 og hægt er að fá fleiri upplýsingar á vefsíðunni www.aevintyragardurinn.is. - áp Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
„Við sáum svona innanhússafþreyingargarða fyrir börn þegar við bjuggum í Noregi og gripum strax hugmyndina,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, en hún hefur opnað leiksvæðið Ævintýragarðinn ásamt kærasta sínum Bjarna Sigurðssyni. Ævintýragarðurinn er skemmtigarður fyrir börnin í bland við kaffihús fyrir foreldrana. „Okkur fannst vanta eitthvað í líkingu við þetta hingað heim til Íslands. Athvarf þar sem bæði foreldranir og börnin geta skemmt sér saman óháð veðri, enda er varla hægt að reiða sig á það hér á Íslandi,“ segir Hrefna Björk en þetta er í fyrsta sinn sem hún og Bjarni fara í rekstur á borð við þennan. Hrefna hefur verið að sjá um framleiðslu á gamanþáttum Steinda JR og Bjarni er gítarleikari rokksveitarinnar Mínus. „Við sérpöntuðum flott leiktæki frá Kína og erum með leiksvæði fyrir alla aldurshópa.“ Staðurinn skiptist í leiksvæði fyrir krakkana með hoppukastala, rennibrautum, boltalandi og fleiri leiktækjum. Einnig er kaffihús þar sem foreldrarnir geta slappað af og vafrað á netinu og 70 fm leiksvæði þar sem yngstu börnin geta leikið sér undir eftirliti foreldranna. Í Ævintýragarðinum eru herbergi sem hægt er að panta fyrir afmælisveislur. „Við höfum trú á að þetta sé gaman fyrir alla. Undanfarna daga hafa vinir og vandamenn fengið að koma og skoða og allir ganga skælbrosandi héðan út.“ Ævintýragarðurinn er staðsettur í Skútuvogi 4 og hægt er að fá fleiri upplýsingar á vefsíðunni www.aevintyragardurinn.is. - áp
Mest lesið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira