Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga 7. júlí 2011 11:00 Kristín hefur ekki sungið plötuna Íslensk þjóðlög í heild á tónleikum áður. Fréttablaðið/HAG „Á þessum tónleikum okkar Gunnsteins Ólafssonar mun ég syngja og sextán manna hljómsveit leika þrettán lög sem ég söng inn á „long-play" plötu árið 1978," segir söngkonan Kristín Á. Ólafsdóttir um tónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður." Kristín safnaði saman lögunum þrettán á plötunni, sem ber heitið Íslensk þjóðlög. „Ég hafði mikinn áhuga á þjóðlögum eftir söngnám hjá Engel Lund, eða Göggu Lund eins og hún var kölluð. Þessi danska kona kenndi mér að meta íslensk þjóðlög," upplýsir Kristín sem fann þjóðlögin í bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög, og segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Eftir að Kristín hafði safnað lögunum saman hafði hún samband við Svavar Gests, plötuútgefanda „Ég stakk upp á að við myndum biðja Atla Heimi Sveinsson um að útsetja lögin," segir Kristín og heldur áfram: „Þegar Atli var að útsetja hittumst við stundum og hann spilaði eiginlega alla hljómsveitina á píanóið heima hjá sér." Kristín segir að Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi, hafi haft samband við hana eftir áramótin og beðið hana að syngja lögin af plötunni á Þjóðlagahátíð, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. „Félagar úr Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins spila með mér. Flautusnillingurinn okkar Kolbeinn Bjarnason verður í þessum hópi," útskýrir Kristín og nefnir að gítarleikarinn Kristján Edelstein verði einnig með. „Mér finnst skemmtilegt að hann er sonur fyrsta tónlistarkennarans míns, Stefáns Edelstein." Ætlarðu sjálf á tónleika á Þjóðlagahátíð? „Já, ég ætla endilega að komast á tónleika og njóta þess sem er í boði. Mig langar meðal annars að lauma mér inn á fyrirlestra sem haldnir eru í Þjóðlagaakademíunni en þar er hægt að fræðast heilmikið um íslensku þjóðlögin." martaf@frettabladid.is Menning Mest lesið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Á þessum tónleikum okkar Gunnsteins Ólafssonar mun ég syngja og sextán manna hljómsveit leika þrettán lög sem ég söng inn á „long-play" plötu árið 1978," segir söngkonan Kristín Á. Ólafsdóttir um tónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður." Kristín safnaði saman lögunum þrettán á plötunni, sem ber heitið Íslensk þjóðlög. „Ég hafði mikinn áhuga á þjóðlögum eftir söngnám hjá Engel Lund, eða Göggu Lund eins og hún var kölluð. Þessi danska kona kenndi mér að meta íslensk þjóðlög," upplýsir Kristín sem fann þjóðlögin í bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög, og segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Eftir að Kristín hafði safnað lögunum saman hafði hún samband við Svavar Gests, plötuútgefanda „Ég stakk upp á að við myndum biðja Atla Heimi Sveinsson um að útsetja lögin," segir Kristín og heldur áfram: „Þegar Atli var að útsetja hittumst við stundum og hann spilaði eiginlega alla hljómsveitina á píanóið heima hjá sér." Kristín segir að Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi, hafi haft samband við hana eftir áramótin og beðið hana að syngja lögin af plötunni á Þjóðlagahátíð, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. „Félagar úr Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins spila með mér. Flautusnillingurinn okkar Kolbeinn Bjarnason verður í þessum hópi," útskýrir Kristín og nefnir að gítarleikarinn Kristján Edelstein verði einnig með. „Mér finnst skemmtilegt að hann er sonur fyrsta tónlistarkennarans míns, Stefáns Edelstein." Ætlarðu sjálf á tónleika á Þjóðlagahátíð? „Já, ég ætla endilega að komast á tónleika og njóta þess sem er í boði. Mig langar meðal annars að lauma mér inn á fyrirlestra sem haldnir eru í Þjóðlagaakademíunni en þar er hægt að fræðast heilmikið um íslensku þjóðlögin." martaf@frettabladid.is
Menning Mest lesið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira