Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga 7. júlí 2011 11:00 Kristín hefur ekki sungið plötuna Íslensk þjóðlög í heild á tónleikum áður. Fréttablaðið/HAG „Á þessum tónleikum okkar Gunnsteins Ólafssonar mun ég syngja og sextán manna hljómsveit leika þrettán lög sem ég söng inn á „long-play" plötu árið 1978," segir söngkonan Kristín Á. Ólafsdóttir um tónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður." Kristín safnaði saman lögunum þrettán á plötunni, sem ber heitið Íslensk þjóðlög. „Ég hafði mikinn áhuga á þjóðlögum eftir söngnám hjá Engel Lund, eða Göggu Lund eins og hún var kölluð. Þessi danska kona kenndi mér að meta íslensk þjóðlög," upplýsir Kristín sem fann þjóðlögin í bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög, og segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Eftir að Kristín hafði safnað lögunum saman hafði hún samband við Svavar Gests, plötuútgefanda „Ég stakk upp á að við myndum biðja Atla Heimi Sveinsson um að útsetja lögin," segir Kristín og heldur áfram: „Þegar Atli var að útsetja hittumst við stundum og hann spilaði eiginlega alla hljómsveitina á píanóið heima hjá sér." Kristín segir að Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi, hafi haft samband við hana eftir áramótin og beðið hana að syngja lögin af plötunni á Þjóðlagahátíð, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. „Félagar úr Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins spila með mér. Flautusnillingurinn okkar Kolbeinn Bjarnason verður í þessum hópi," útskýrir Kristín og nefnir að gítarleikarinn Kristján Edelstein verði einnig með. „Mér finnst skemmtilegt að hann er sonur fyrsta tónlistarkennarans míns, Stefáns Edelstein." Ætlarðu sjálf á tónleika á Þjóðlagahátíð? „Já, ég ætla endilega að komast á tónleika og njóta þess sem er í boði. Mig langar meðal annars að lauma mér inn á fyrirlestra sem haldnir eru í Þjóðlagaakademíunni en þar er hægt að fræðast heilmikið um íslensku þjóðlögin." martaf@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Á þessum tónleikum okkar Gunnsteins Ólafssonar mun ég syngja og sextán manna hljómsveit leika þrettán lög sem ég söng inn á „long-play" plötu árið 1978," segir söngkonan Kristín Á. Ólafsdóttir um tónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður." Kristín safnaði saman lögunum þrettán á plötunni, sem ber heitið Íslensk þjóðlög. „Ég hafði mikinn áhuga á þjóðlögum eftir söngnám hjá Engel Lund, eða Göggu Lund eins og hún var kölluð. Þessi danska kona kenndi mér að meta íslensk þjóðlög," upplýsir Kristín sem fann þjóðlögin í bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög, og segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Eftir að Kristín hafði safnað lögunum saman hafði hún samband við Svavar Gests, plötuútgefanda „Ég stakk upp á að við myndum biðja Atla Heimi Sveinsson um að útsetja lögin," segir Kristín og heldur áfram: „Þegar Atli var að útsetja hittumst við stundum og hann spilaði eiginlega alla hljómsveitina á píanóið heima hjá sér." Kristín segir að Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi, hafi haft samband við hana eftir áramótin og beðið hana að syngja lögin af plötunni á Þjóðlagahátíð, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. „Félagar úr Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins spila með mér. Flautusnillingurinn okkar Kolbeinn Bjarnason verður í þessum hópi," útskýrir Kristín og nefnir að gítarleikarinn Kristján Edelstein verði einnig með. „Mér finnst skemmtilegt að hann er sonur fyrsta tónlistarkennarans míns, Stefáns Edelstein." Ætlarðu sjálf á tónleika á Þjóðlagahátíð? „Já, ég ætla endilega að komast á tónleika og njóta þess sem er í boði. Mig langar meðal annars að lauma mér inn á fyrirlestra sem haldnir eru í Þjóðlagaakademíunni en þar er hægt að fræðast heilmikið um íslensku þjóðlögin." martaf@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira