Fínpússaðir skrælingjar 5. maí 2011 16:00 Kristín Svava Tómasdóttir. Fréttablaðið/Valli Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira