Hin níu líf ríkisstjórnarinnar - tvö eftir Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2011 09:51 Ríkisstjórnin hefur haldið velli þrátt fyrir hvert átakamálið á fætur öðru á undanförnum tveimur árum. Ef ríkisstjórnin á níu líf eins og forsætisráðherra sagði, reiknast fréttastofunni til að að minnsta kosti sjö lífum hafi verið fórnað í átökum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í fréttum okkar í fyrrakvöld ekki hafa áhyggjur af því að framganga Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, myndi hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Ég viðurkenni það að þetta er erfitt en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn," sagði Jóhanna. Þetta eru orð að sönnu hjá forsætisráðherra því ríkisstjórnin hefur staðið af sér fjöldann allan af erfiðum málum.Taugatitringur og úrsagnir Strax í júní 2009 voru Icesave-samningarnir fyrstu lagðir fram, en þeir áttu eftir að draga dilk á eftir sér og ógna ríkisstjórnarsamstarfinu. Ögmundur Jónasson hætti sem heilbrigðisráðherra í september 2009 vegna ágreinings um Icesave. Þrátt fyrir nokkurn titring í stjórnarráðinu hafði þetta engin áhrif á samstarfið. Forsetinn synjaði Icesave II-staðfestingar í janúar 2010. Þjóðin felldi samningana 6. mars 2010, en stjórnin hélt velli. Á síðasta ári voru mikil átök um fjárfestingu Magma í HS Orku og nokkrir úr þingliði VG kröfðust þess að undið yrði ofan af fjárfestinguni. Það var ekki gert en stjórnin lifði. Þrír stjórnarþingmenn úr þingliði VG neituðu 16. desember í fyrra að styðja fjárlögin, eitt helsta grundvallarþingmál hverrar ríkisstjórnar, og voru þau aðeins samþykkt með einu atkvæði. Samt hélt stjórnin velli. Þingmennirnir þrír sögðu á endanum skilið við þingflokkinn. 25. janúar á þessu ári ákvað Hæstiréttur að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar. Alþingi ákvað að skipa í stjórnlagaráð í stað þess að endurtaka dýrar kosningarnar og ríkisstjórnin sat áfram. Forsetinn endurtók leikinn og synjaði frumvarpi vegna Icesave-samninga Lee Buchheits staðfestingar hinn 20. febrúar. Þjóðin gekk til atkvæða 9. apríl og felldi samningana, en stjórnin haggaðist ekki. Nú föstudag synjaði innanríkisráðherrra Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, ráðherrar Samfylkingarinnar voru afar ósáttir, en stjórnin situr enn. Og Jón Bjarnason ákvað á laugardag að birta frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem unnið hafði verið á bak við ríkisstjórnina. Gífurleg óánægja var með þessa framgöngu ráðherrans meðal annarra ráðherra og í báðum stjórnarflokkunum en stjórnin heldur velli, í bili að minnsta kosti. Samkvæmt þessari stuttu samantekt á ríkisstjórnin enn tvö líf inni þótt hún virðist ekki beinlínis eflast við hverja raun. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur haldið velli þrátt fyrir hvert átakamálið á fætur öðru á undanförnum tveimur árum. Ef ríkisstjórnin á níu líf eins og forsætisráðherra sagði, reiknast fréttastofunni til að að minnsta kosti sjö lífum hafi verið fórnað í átökum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í fréttum okkar í fyrrakvöld ekki hafa áhyggjur af því að framganga Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, myndi hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Ég viðurkenni það að þetta er erfitt en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn," sagði Jóhanna. Þetta eru orð að sönnu hjá forsætisráðherra því ríkisstjórnin hefur staðið af sér fjöldann allan af erfiðum málum.Taugatitringur og úrsagnir Strax í júní 2009 voru Icesave-samningarnir fyrstu lagðir fram, en þeir áttu eftir að draga dilk á eftir sér og ógna ríkisstjórnarsamstarfinu. Ögmundur Jónasson hætti sem heilbrigðisráðherra í september 2009 vegna ágreinings um Icesave. Þrátt fyrir nokkurn titring í stjórnarráðinu hafði þetta engin áhrif á samstarfið. Forsetinn synjaði Icesave II-staðfestingar í janúar 2010. Þjóðin felldi samningana 6. mars 2010, en stjórnin hélt velli. Á síðasta ári voru mikil átök um fjárfestingu Magma í HS Orku og nokkrir úr þingliði VG kröfðust þess að undið yrði ofan af fjárfestinguni. Það var ekki gert en stjórnin lifði. Þrír stjórnarþingmenn úr þingliði VG neituðu 16. desember í fyrra að styðja fjárlögin, eitt helsta grundvallarþingmál hverrar ríkisstjórnar, og voru þau aðeins samþykkt með einu atkvæði. Samt hélt stjórnin velli. Þingmennirnir þrír sögðu á endanum skilið við þingflokkinn. 25. janúar á þessu ári ákvað Hæstiréttur að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar. Alþingi ákvað að skipa í stjórnlagaráð í stað þess að endurtaka dýrar kosningarnar og ríkisstjórnin sat áfram. Forsetinn endurtók leikinn og synjaði frumvarpi vegna Icesave-samninga Lee Buchheits staðfestingar hinn 20. febrúar. Þjóðin gekk til atkvæða 9. apríl og felldi samningana, en stjórnin haggaðist ekki. Nú föstudag synjaði innanríkisráðherrra Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, ráðherrar Samfylkingarinnar voru afar ósáttir, en stjórnin situr enn. Og Jón Bjarnason ákvað á laugardag að birta frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem unnið hafði verið á bak við ríkisstjórnina. Gífurleg óánægja var með þessa framgöngu ráðherrans meðal annarra ráðherra og í báðum stjórnarflokkunum en stjórnin heldur velli, í bili að minnsta kosti. Samkvæmt þessari stuttu samantekt á ríkisstjórnin enn tvö líf inni þótt hún virðist ekki beinlínis eflast við hverja raun. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira