Hin níu líf ríkisstjórnarinnar - tvö eftir Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. nóvember 2011 09:51 Ríkisstjórnin hefur haldið velli þrátt fyrir hvert átakamálið á fætur öðru á undanförnum tveimur árum. Ef ríkisstjórnin á níu líf eins og forsætisráðherra sagði, reiknast fréttastofunni til að að minnsta kosti sjö lífum hafi verið fórnað í átökum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í fréttum okkar í fyrrakvöld ekki hafa áhyggjur af því að framganga Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, myndi hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Ég viðurkenni það að þetta er erfitt en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn," sagði Jóhanna. Þetta eru orð að sönnu hjá forsætisráðherra því ríkisstjórnin hefur staðið af sér fjöldann allan af erfiðum málum.Taugatitringur og úrsagnir Strax í júní 2009 voru Icesave-samningarnir fyrstu lagðir fram, en þeir áttu eftir að draga dilk á eftir sér og ógna ríkisstjórnarsamstarfinu. Ögmundur Jónasson hætti sem heilbrigðisráðherra í september 2009 vegna ágreinings um Icesave. Þrátt fyrir nokkurn titring í stjórnarráðinu hafði þetta engin áhrif á samstarfið. Forsetinn synjaði Icesave II-staðfestingar í janúar 2010. Þjóðin felldi samningana 6. mars 2010, en stjórnin hélt velli. Á síðasta ári voru mikil átök um fjárfestingu Magma í HS Orku og nokkrir úr þingliði VG kröfðust þess að undið yrði ofan af fjárfestinguni. Það var ekki gert en stjórnin lifði. Þrír stjórnarþingmenn úr þingliði VG neituðu 16. desember í fyrra að styðja fjárlögin, eitt helsta grundvallarþingmál hverrar ríkisstjórnar, og voru þau aðeins samþykkt með einu atkvæði. Samt hélt stjórnin velli. Þingmennirnir þrír sögðu á endanum skilið við þingflokkinn. 25. janúar á þessu ári ákvað Hæstiréttur að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar. Alþingi ákvað að skipa í stjórnlagaráð í stað þess að endurtaka dýrar kosningarnar og ríkisstjórnin sat áfram. Forsetinn endurtók leikinn og synjaði frumvarpi vegna Icesave-samninga Lee Buchheits staðfestingar hinn 20. febrúar. Þjóðin gekk til atkvæða 9. apríl og felldi samningana, en stjórnin haggaðist ekki. Nú föstudag synjaði innanríkisráðherrra Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, ráðherrar Samfylkingarinnar voru afar ósáttir, en stjórnin situr enn. Og Jón Bjarnason ákvað á laugardag að birta frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem unnið hafði verið á bak við ríkisstjórnina. Gífurleg óánægja var með þessa framgöngu ráðherrans meðal annarra ráðherra og í báðum stjórnarflokkunum en stjórnin heldur velli, í bili að minnsta kosti. Samkvæmt þessari stuttu samantekt á ríkisstjórnin enn tvö líf inni þótt hún virðist ekki beinlínis eflast við hverja raun. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur haldið velli þrátt fyrir hvert átakamálið á fætur öðru á undanförnum tveimur árum. Ef ríkisstjórnin á níu líf eins og forsætisráðherra sagði, reiknast fréttastofunni til að að minnsta kosti sjö lífum hafi verið fórnað í átökum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist í fréttum okkar í fyrrakvöld ekki hafa áhyggjur af því að framganga Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, myndi hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Ég viðurkenni það að þetta er erfitt en er það ekki svo að þessi ríkisstjórn hefur níu líf eins og kötturinn," sagði Jóhanna. Þetta eru orð að sönnu hjá forsætisráðherra því ríkisstjórnin hefur staðið af sér fjöldann allan af erfiðum málum.Taugatitringur og úrsagnir Strax í júní 2009 voru Icesave-samningarnir fyrstu lagðir fram, en þeir áttu eftir að draga dilk á eftir sér og ógna ríkisstjórnarsamstarfinu. Ögmundur Jónasson hætti sem heilbrigðisráðherra í september 2009 vegna ágreinings um Icesave. Þrátt fyrir nokkurn titring í stjórnarráðinu hafði þetta engin áhrif á samstarfið. Forsetinn synjaði Icesave II-staðfestingar í janúar 2010. Þjóðin felldi samningana 6. mars 2010, en stjórnin hélt velli. Á síðasta ári voru mikil átök um fjárfestingu Magma í HS Orku og nokkrir úr þingliði VG kröfðust þess að undið yrði ofan af fjárfestinguni. Það var ekki gert en stjórnin lifði. Þrír stjórnarþingmenn úr þingliði VG neituðu 16. desember í fyrra að styðja fjárlögin, eitt helsta grundvallarþingmál hverrar ríkisstjórnar, og voru þau aðeins samþykkt með einu atkvæði. Samt hélt stjórnin velli. Þingmennirnir þrír sögðu á endanum skilið við þingflokkinn. 25. janúar á þessu ári ákvað Hæstiréttur að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar. Alþingi ákvað að skipa í stjórnlagaráð í stað þess að endurtaka dýrar kosningarnar og ríkisstjórnin sat áfram. Forsetinn endurtók leikinn og synjaði frumvarpi vegna Icesave-samninga Lee Buchheits staðfestingar hinn 20. febrúar. Þjóðin gekk til atkvæða 9. apríl og felldi samningana, en stjórnin haggaðist ekki. Nú föstudag synjaði innanríkisráðherrra Huang Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, ráðherrar Samfylkingarinnar voru afar ósáttir, en stjórnin situr enn. Og Jón Bjarnason ákvað á laugardag að birta frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða sem unnið hafði verið á bak við ríkisstjórnina. Gífurleg óánægja var með þessa framgöngu ráðherrans meðal annarra ráðherra og í báðum stjórnarflokkunum en stjórnin heldur velli, í bili að minnsta kosti. Samkvæmt þessari stuttu samantekt á ríkisstjórnin enn tvö líf inni þótt hún virðist ekki beinlínis eflast við hverja raun. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira