„Auðvitað fyrirgefur maður Besta flokknum og Samfylkingunni þetta hatur þeirra í garð kristinnar trúar," skrifar Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfirði, á heimasíðu sína í morgun.
Í pistil sem hann ritar um klukkan hálf sjö í morgun segir Þórhallur að í Faðir vorinu séum við hvött til að fyrirgefa öðrum það sem þeir gera okkur. „Nú er það bannað í skólum Reykjavíkur," segir hann.
Hann segist fyrirgefa Besta flokknum og Samfylkingunni. „Það er ekki annað að gera. Þó fyrirgefingin sé bönnuð í skólum Reykjavíkur. Og börnum sé meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu.
Ekki er við skólastjórnendur að sakast. Þeir óttast uppsagnir á erfiðum tímum atvinnuleysis og hlýða þess vegna Besta flokknum og Samfylkingunni. Þetta virkaði vel í Sovét í gamla daga. Og virkar enn."
Og hann heldur áfram: „Það eru kjósendur sem komu þessu ofstæki til valda og bera ábyrgðina.
Þó auðvitað hafi þessir flokkar ekki haft hátt um þessa stefnu sína fyrir kosningarnar.
Því segi ég bara: Faðir fyrirgef þessu ofstækisfólki, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra."
Heimasíða Þórhalls.
Aðferðirnar í takt við það sem tíðkaðist í Sovétríkjunum

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent



Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent




Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent

