Innlent

Segja hallann á ríkissjóði vanáætlaðan um átján milljarða

Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd segja að halli ríkissjóðs á næsta ári verði 36 milljarðar eða um átján milljörðum meiri en í fyrstu hafi verið reiknað með. Þetta kemur fram í nefndaráliti sjálfstæðismanna en Kristján Þór Júlíusson einn nefndarmanna gerði grein fyrir álitinu á þingi í dag.

Að sögn Kristjáns Þórs, Illuga Gunnarssonar og Ásbjörns Óttarssonar, átti heildarhallinn á ríkissjóði miðað við fjárlög eins og þau voru lögð fram í haust átti að verða 17,8 milljarðar. Eftir breytingar frá fyrstu umræðu fjárlaga hafi ríksistjórnin bætt við 3,7 milljörðum, meirihluti fjárlaganefndar 600 milljónum og vantalin gjöld telur minnihluti fjárlaganefndar vera 13,9 milljarða. Það þýði að halli ríkissjóðs á næsta ári verður 36 milljarðar, eða helmingi meiri en í upphafi var gert ráð fyrir.

„Vantalin útgjöld sem falla munu á ríkissjóð að öllu óbreyttu eru vegna samkomulags Landsbanka Íslands og fjármálaráðuneytisins vegna yfirtöku á sparisj. Kef. 11,2 - 30 ma.kr. Ekki liggur fyrir samkomulag um kostnaðarhlut lífeyrissjóða í sérstakri vaxtaniðurgreiðslu að fjárhæð 1,4 ma.kr. og loks vantalin útgjöld Sjúkratrygginga Íslands að fjárhæð 1,3 ma. kr," segir meðal annars í álitinu en það má sjá í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×