Innlent

Ráðherrabeytingarnar allherjar farsi

Mynd/Kristján
„Þetta er náttúrlega bara einn allsherjar farsi miðað við fréttir síðustu daga," segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, um fyrirhugaðar tilfæringar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar.

Fyrr í dag var fullyrt á vefmiðlinum www.smugan.is að Árni Páll og Jón Bjarnason myndu hverfa úr ríkisstjórn á morgun. Þá hefur og komið fram að síðustu daga hafi ríkisstjórnin átt viðræður við þingflokk Hreyfingarinnar til að leita eftir auknum styrk og stuðningi.

Kristján setur þetta tvennt í samhengi. „Þarna er ríkisstjórnin að ræða við hluta stjórnarandstöðunnar og gefa afslátt af eigin stjórnarsáttmála til að tryggja sér stuðning við að gera breytingar á ráðherraliði sínu. Það er það sem mér finnst ömurlegast við að horfa upp á þetta."

Kristján tekur þó fram að hann viti ekki frekar en aðrir hvað sé satt og logið eða hvernig þetta fer að lokum. „En svona birtist manni þetta í fréttum dagsins."

Báðir stjórnarflokkarnir hafa boðað til þingflokksfunda á morgun en þar verða þessi mál að öllum líkindum ráðin til lykta.


Tengdar fréttir

Ráðherrabreytingar í bígerð

Tillaga um breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar verður lögð fram á þingflokksfundum stjórnarflokkanna á morgun. Helst er rætt um Árna Pál Árnason og Jón Bjarnason en bæði þingflokkar og stjórnir flokkanna þurfa að samþykkja breytingarnar. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa rætt um það undanfarna daga hvort gera eigi breytingar á ráðherraskipan. Á gamlársdag verður haldinn ríkisráðsfundur, samkvæmt venju, en ráðherraskipti eru jafnan ákveðin formlega á slíkum fundum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggjast því forystumenn stjórnarflokkana ráðast í breytingarnar á gamlársdag ef af þeim verður. Slíkar breytingar eru þó háðar samþykki þingflokka og flokksstjórna.

Forystumenn stýrðu viðræðum og hluti ríkisstjórnar vissi ekkert

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, stýrðu viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar. Fundirnir voru flestir í stjórnarráðshúsinu og hluti ríkisstjórnarinnar vissi ekkert og þingflokkarnir ekki heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×