Dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 10:57 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður tjáir sig um dóminn. Mynd/ GVA. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun voru tveir nímenninganna dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í morgun. Báðir eru þeir dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. Andri Leó Lemarquis var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að bíta tvo lögreglumenn. Þór Sigurðsson var hins vegar dæmdur fyrir að hafa með ofbeldi hindrað þingvörð í því að gegna störfum sínum með því að halda opnum dyrum þótt þingvörðurinn hafi reynt að loka dyrunum. Steinunn Gunnlaugsdóttir fékk 100 þúsund krónu sekt fyrir að fara inn fyrir gulan lögregluborða fyrir utan Alþingishúsið og Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir að halda þingverði föstum. Það voru héraðsdómararnir Pétur Guðgeirsson, Arngrímur Ísberg og Jón Finnbjörnsson sem kváðu upp dóminn. Tengdar fréttir Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03 Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun voru tveir nímenninganna dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í morgun. Báðir eru þeir dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. Andri Leó Lemarquis var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að bíta tvo lögreglumenn. Þór Sigurðsson var hins vegar dæmdur fyrir að hafa með ofbeldi hindrað þingvörð í því að gegna störfum sínum með því að halda opnum dyrum þótt þingvörðurinn hafi reynt að loka dyrunum. Steinunn Gunnlaugsdóttir fékk 100 þúsund krónu sekt fyrir að fara inn fyrir gulan lögregluborða fyrir utan Alþingishúsið og Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir að halda þingverði föstum. Það voru héraðsdómararnir Pétur Guðgeirsson, Arngrímur Ísberg og Jón Finnbjörnsson sem kváðu upp dóminn.
Tengdar fréttir Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03 Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03
Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32
Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42
Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30
Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03