Fótbolti

Sneijder meiddur og getur ekki spilað með Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Wesley Sneijder, leikmaður Inter Mílanó, hefur dregið sig úr hollenska landsliðshópnum fyrir vináttuleikina gegn Brasilíu og Úrúgvæ.

Sneijder var frá í nokkrar vikur vegna meiðsla en spilaði með Inter í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar í gær. Þar vann Inter 3-1 sigur á Palermo.

Þrátt fyrir það segir Sneijder nú að hann sé ekki í nægilega góðu formi og þurfi á hvíld að halda.

Hann er þó alls ekki sá eini sem gaf ekki kost á sér í landsliðið að þessu sinni. Mark van Bommel, Rafael van der Vaart, Maarten Stekelenburg, Theo Janssen og Demy de Zeeuw eru allir frá vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×