Nefndu dóttur sína eftir kvenhetjunni í Alien Erla Hlynsdóttir skrifar 30. maí 2011 15:15 Ellen Ripley þykir ein mesta kvenhetja kvikmyndasögunnar „Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið. Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið.
Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42