Undir allri steinsteypunni - Ræða Gyrðis Elíassonar í heild sinni 4. nóvember 2011 16:00 Gyrðir Elíasson Tók við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn á miðvikudag, fyrstur Íslendinga síðan Einar Már Guðnmundsson hlaut verðlaunin fyrir Engla alheimsins 1995. Mynd/Johannes Jansson/norden.org Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans. Háttvirta samkoma. Aldrei hefði mig grunað, þegar ég var unglingur að lesa Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og Vonin blíð eftir William Heinesen, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun. Ég held að enginn höfundur skrifi til þess að vinna til verðlauna. Flestir skrifa líklega meðvitað eða ómeðvitað eftir mottói Ralphs Waldo Emerson, að það að hafa unnið verkið séu næg verðlaun í sjálfu sér. Hvað sem því líður er það með gleði sem ég tek við þessum verðlaunum hér í dag. Starf rithöfundarins er einmanalegt. Áratug eftir áratug situr hann einn og reynir að grafa upp úr eigin huga eitthvað sem honum finnst endilega að þurfi að komast á blað, og það getur stundum verið erfitt fyrir hann að telja sér sífellt trú um að það sem hann er að gera skipti í raun og veru einhverju máli fyrir aðra en hann sjálfan. Ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að í bernsku minni hafi það verið nokkrar skandinavískar skáldkonur sem vöktu með mér hálfdulda löngun til að skrifa. Selma Lagerlöf, Tove Jansson, Anne Cath-Vestly, Maria Gripe, Astrid Lindgren og Sigrid Undset. Mögulega ásamt hinum óþekktu höfundum Íslendingasagna, og þá sérstaklega Grettissögu, sem varð mér hugleiknari en aðrar sögur vegna þess að ég ólst upp í Skagafirði, á Norður-Íslandi, þar sem Grettissaga gerist að stórum hluta. Það voru þó kannski íslenskar þjóðsögur umfram allt sem kveiktu í mér. Nokkru síðar kom Knut Hamsun til skjalanna, og kynni mín af honum hafa líklega ráðið úrslitaáhrifum um þá stefnu sem ég tók. Annars er fróðlegt að hugsa um hvað það er sem raunverulega veldur áhrifum þegar rithöfundastarfið er annars vegar, eða starf listamanna yfirleitt. List er ekki það eina sem hefur áhrif á mótun listamanns. Ég held að í því ljósi megi skilja hin frægu ummæli Halldórs Laxness um ömmuna sem sé nauðsynleg hverjum rithöfundi. Hann átti ekki aðeins við að þannig sé miðlað sagnaarfi fornra tíma, heldur að það sé fólkið sem stendur næst viðkomandi einstaklingi sem mótar hann, jafnvel umfram allt annað. Auðvitað verður þó enginn rithöfundur án þess að lesa bækur, og það mikið af þeim. Mark Twain sagði einhvern tíma að hann hefði engan áhuga á höfundum sem hefðu skrifað fleiri bækur en þeir hefðu lesið. En allt lífið verkar á þann sem hefur óljósan grun um að hann eigi eftir að feta svokallaða „listabraut“. Samlíf við land og náttúru, fólk og dýr, er jafnmikilvægt og sú menntun sem borgarsamfélög nútímans bjóða upp á, og reyndar byggir öll sönn menntun á þessu, þegar grannt er skoðað, enn þann dag í dag. Þegar sú stund rennur upp að borgarsamfélögin hafa að fullu gleymt uppruna sínum, er voðinn vís. Undir allri steinsteypunni er ennþá mold. Ég vona að heimur tækni og svokallaðra framfara muni aldrei yfirskyggja til fulls það lífsmagn sem skáldskapurinn býr yfir, lífsmagn sem er skylt sjálfri jörðinni. Ég þakka fyrir mig. Menning Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Gyrðir Elíasson rithöfundur veitti bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Kaupmannahöfn á miðvikudagskvöld. Fréttablaðið og Vísir birta hér þakkarræðu hans. Háttvirta samkoma. Aldrei hefði mig grunað, þegar ég var unglingur að lesa Klakahöllina eftir Tarjei Vesaas og Vonin blíð eftir William Heinesen, að ég ætti eftir að standa hér í sömu sporum og þeir og aðrir ágætir höfundar sem hafa hlotið þessi verðlaun. Ég held að enginn höfundur skrifi til þess að vinna til verðlauna. Flestir skrifa líklega meðvitað eða ómeðvitað eftir mottói Ralphs Waldo Emerson, að það að hafa unnið verkið séu næg verðlaun í sjálfu sér. Hvað sem því líður er það með gleði sem ég tek við þessum verðlaunum hér í dag. Starf rithöfundarins er einmanalegt. Áratug eftir áratug situr hann einn og reynir að grafa upp úr eigin huga eitthvað sem honum finnst endilega að þurfi að komast á blað, og það getur stundum verið erfitt fyrir hann að telja sér sífellt trú um að það sem hann er að gera skipti í raun og veru einhverju máli fyrir aðra en hann sjálfan. Ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að í bernsku minni hafi það verið nokkrar skandinavískar skáldkonur sem vöktu með mér hálfdulda löngun til að skrifa. Selma Lagerlöf, Tove Jansson, Anne Cath-Vestly, Maria Gripe, Astrid Lindgren og Sigrid Undset. Mögulega ásamt hinum óþekktu höfundum Íslendingasagna, og þá sérstaklega Grettissögu, sem varð mér hugleiknari en aðrar sögur vegna þess að ég ólst upp í Skagafirði, á Norður-Íslandi, þar sem Grettissaga gerist að stórum hluta. Það voru þó kannski íslenskar þjóðsögur umfram allt sem kveiktu í mér. Nokkru síðar kom Knut Hamsun til skjalanna, og kynni mín af honum hafa líklega ráðið úrslitaáhrifum um þá stefnu sem ég tók. Annars er fróðlegt að hugsa um hvað það er sem raunverulega veldur áhrifum þegar rithöfundastarfið er annars vegar, eða starf listamanna yfirleitt. List er ekki það eina sem hefur áhrif á mótun listamanns. Ég held að í því ljósi megi skilja hin frægu ummæli Halldórs Laxness um ömmuna sem sé nauðsynleg hverjum rithöfundi. Hann átti ekki aðeins við að þannig sé miðlað sagnaarfi fornra tíma, heldur að það sé fólkið sem stendur næst viðkomandi einstaklingi sem mótar hann, jafnvel umfram allt annað. Auðvitað verður þó enginn rithöfundur án þess að lesa bækur, og það mikið af þeim. Mark Twain sagði einhvern tíma að hann hefði engan áhuga á höfundum sem hefðu skrifað fleiri bækur en þeir hefðu lesið. En allt lífið verkar á þann sem hefur óljósan grun um að hann eigi eftir að feta svokallaða „listabraut“. Samlíf við land og náttúru, fólk og dýr, er jafnmikilvægt og sú menntun sem borgarsamfélög nútímans bjóða upp á, og reyndar byggir öll sönn menntun á þessu, þegar grannt er skoðað, enn þann dag í dag. Þegar sú stund rennur upp að borgarsamfélögin hafa að fullu gleymt uppruna sínum, er voðinn vís. Undir allri steinsteypunni er ennþá mold. Ég vona að heimur tækni og svokallaðra framfara muni aldrei yfirskyggja til fulls það lífsmagn sem skáldskapurinn býr yfir, lífsmagn sem er skylt sjálfri jörðinni. Ég þakka fyrir mig.
Menning Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent