Fyrirtæki þingmanns selur umdeildar geldingatangir Erla Hlynsdóttir skrifar 18. apríl 2011 10:27 Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir Mynd úr safni „Fékkstu lambhrút af fjalli seint á síðasta ári? Sérhæfðu hrútatangirnar fást hjá okkur." Þannig hljómar auglýsing frá fyrirtækinu Ísbú sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl. Ísbú er í eigu Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns. Í drögum að nýjum dýraverndunarlögum er lagt til að aðeins verði heimilt að selja þessar tangir dýralæknum. Nú er heimilt að selja þær almenningi, sem skýtur skökku við þar sem dýralæknar einir hafa leyfi til að gefa lambhrútunum deyfilyf fyrir aðgerðina. Vegna þessa nota margir íslenskir bændur geldingatangirnar svokölluðu til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar, og samkvæmt dýralæknum er um að ræða afar sársaukafulla aðgerð. Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir, og fjallaði Vísir ítarlega um málið í nóvember. Fréttablaðið fjallar síðan um málið í dag undir fyrirsögninni: „Eistu hrúta kramin í ólöglegri geldingu." Í umfjöllun Vísis kom fram að fram að Dýraverndarráð hafði fengið erindi frá Dýralæknafélagi Íslands um að fyrirtæki sem selur vörur til búrekstrar hafi verið að auglýsa slíkar tangir. Dýraverndarráð skoraði í framhaldinu á umrætt fyrirtæki að hætta sölu tanganna hið fyrsta. Þegar blaðamaður Vísis síðan hafði samband við sölumann fyrirtækisins sögðust þeir strax hafa tekið tangirnar úr almennri sölu eftir áskorunina. Fyrirtækið Ísbú heldur þó áfram að auglýsa og selja tangirnar, og er ofangreind auglýsing frá því fyrirtæki. Ísbú er í eigu fyrirtækisins Daðason og Biering ehf. sem er að fjórðungshluta í eigu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. Í frétt sem Ísbú birtir á vef sínum kemur fram að Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til að senda út bréf í janúar, fyrir þremur mánuðum, þar sem varað er við notkun „leikmanna“ á hrútatöngum. GeldingatöngEkki sársaukalaust eins og þeir hafa stundum heyrt „Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum," segir í frétt á vef Ísbú. Sú auglýsing sem fyrirtækið birti í Bændablaðinu fyrr í þessum mánuði virðist þó beint til bændanna sjálfra, enda talað til eigenda lambhrútanna í auglýsingunni, sem sjá má hér að ofan.Drep kemur í eistun og þau visna Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna. Eins og fram kom í umfjöllun Vísis í nóvember notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum. Tengdar fréttir Bændur gelda ódeyfð lömb með töngum Dæmi eru um að íslenskir bændur noti svokallaðar geldingatangir til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar. Leyfilegt er að selja tangirnar til almennings. Dýralæknar einir hafa heimild til að gefa dýrum deyfilyf og hafa sömuleiðis einir aðgang að þeim lyfjum. Í drögum að nýjum dýraverndarlögum verður lagt til að aðeins verði heimilt að selja tangirnar dýralæknum. Þetta er viðleitni til að tryggja að dýrin séu alltaf deyfð fyrir aðgerð. 26. nóvember 2010 12:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Fékkstu lambhrút af fjalli seint á síðasta ári? Sérhæfðu hrútatangirnar fást hjá okkur." Þannig hljómar auglýsing frá fyrirtækinu Ísbú sem birtist í Bændablaðinu 7. apríl. Ísbú er í eigu Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns. Í drögum að nýjum dýraverndunarlögum er lagt til að aðeins verði heimilt að selja þessar tangir dýralæknum. Nú er heimilt að selja þær almenningi, sem skýtur skökku við þar sem dýralæknar einir hafa leyfi til að gefa lambhrútunum deyfilyf fyrir aðgerðina. Vegna þessa nota margir íslenskir bændur geldingatangirnar svokölluðu til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar, og samkvæmt dýralæknum er um að ræða afar sársaukafulla aðgerð. Dýraverndunarráð Íslands hefur fordæmt að bændur geri þessar aðgerðir sjálfir, og fjallaði Vísir ítarlega um málið í nóvember. Fréttablaðið fjallar síðan um málið í dag undir fyrirsögninni: „Eistu hrúta kramin í ólöglegri geldingu." Í umfjöllun Vísis kom fram að fram að Dýraverndarráð hafði fengið erindi frá Dýralæknafélagi Íslands um að fyrirtæki sem selur vörur til búrekstrar hafi verið að auglýsa slíkar tangir. Dýraverndarráð skoraði í framhaldinu á umrætt fyrirtæki að hætta sölu tanganna hið fyrsta. Þegar blaðamaður Vísis síðan hafði samband við sölumann fyrirtækisins sögðust þeir strax hafa tekið tangirnar úr almennri sölu eftir áskorunina. Fyrirtækið Ísbú heldur þó áfram að auglýsa og selja tangirnar, og er ofangreind auglýsing frá því fyrirtæki. Ísbú er í eigu fyrirtækisins Daðason og Biering ehf. sem er að fjórðungshluta í eigu Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. Í frétt sem Ísbú birtir á vef sínum kemur fram að Dýralæknafélag Íslands sá sig knúið til að senda út bréf í janúar, fyrir þremur mánuðum, þar sem varað er við notkun „leikmanna“ á hrútatöngum. GeldingatöngEkki sársaukalaust eins og þeir hafa stundum heyrt „Ísbú búrekstrarvörur vilja vekja athygli á að gelding á dýrum er ekki sársaukalaus aðgerð eins og við höfum stundum heyrt. Gelding skal ávallt framkvæmd af dýralæknum," segir í frétt á vef Ísbú. Sú auglýsing sem fyrirtækið birti í Bændablaðinu fyrr í þessum mánuði virðist þó beint til bændanna sjálfra, enda talað til eigenda lambhrútanna í auglýsingunni, sem sjá má hér að ofan.Drep kemur í eistun og þau visna Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna. Eins og fram kom í umfjöllun Vísis í nóvember notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum.
Tengdar fréttir Bændur gelda ódeyfð lömb með töngum Dæmi eru um að íslenskir bændur noti svokallaðar geldingatangir til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar. Leyfilegt er að selja tangirnar til almennings. Dýralæknar einir hafa heimild til að gefa dýrum deyfilyf og hafa sömuleiðis einir aðgang að þeim lyfjum. Í drögum að nýjum dýraverndarlögum verður lagt til að aðeins verði heimilt að selja tangirnar dýralæknum. Þetta er viðleitni til að tryggja að dýrin séu alltaf deyfð fyrir aðgerð. 26. nóvember 2010 12:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Bændur gelda ódeyfð lömb með töngum Dæmi eru um að íslenskir bændur noti svokallaðar geldingatangir til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar. Leyfilegt er að selja tangirnar til almennings. Dýralæknar einir hafa heimild til að gefa dýrum deyfilyf og hafa sömuleiðis einir aðgang að þeim lyfjum. Í drögum að nýjum dýraverndarlögum verður lagt til að aðeins verði heimilt að selja tangirnar dýralæknum. Þetta er viðleitni til að tryggja að dýrin séu alltaf deyfð fyrir aðgerð. 26. nóvember 2010 12:27