Real Betis er ekki lengur með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði í kvöld fyrir Getafe á útivelli, 1-0.
Betis er þó enn á toppi deildarinnar en þetta hljóta þó að teljast svekkjandi úrslit fyrir liðið enda Getafe ekki meðal öflugustu liðanna á Spáni - liðið var í nítjánda sæti deildarinnar fyrir kvöldið með aðeins eitt stig.
Diego Castro skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu með föstu skoti í þaknetið. Betis reyndi að sækja eftir þetta en Miguel Angel Moya, markvörður Getafe, átti góðan leik í kvöld.
Betis er með tólf stig en næst koma Barcelona, Levante og Sevilla með ellefu stig.
Getafe stöðvaði sigurgöngu Real Betis
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn


Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti




„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn