Stórstjörnur við Heklu 11. júlí 2011 09:00 Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn. Mynd/AFP „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. Tökurnar standa yfir næstu tvær vikur. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron, X-Men-hetjan Michael Fassbender og Lisbeth Salander-leikkonan Noomi Rapace eru meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn en tökuliðið verður einnig við Dettifoss. Um gríðarstórt verkefni er að ræða og framleiðslukostnaðurinn hér á landi nemur hundruðum milljóna íslenskra króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Scott vildi ekkert tjá sig um það. 160 Íslendingar koma að verkefninu hér á landi ásamt yfir 200 erlendum kvikmyndagerðarmönnum og kaus Scott að kalla það „lítið töku-lið". Hann staðfesti hins vegar að íslenskt landslag yrði ekki í neinu aukahlutverki í myndinni. „Þetta eru 15 mínútur í heild sinni ef allt gengur að óskum. Við erum að mynda upphaf tímans.“ Leikstjórinn hefur haldið mikilli leynd yfir tökunum hingað til á Bretlandseyjum og fáar myndir frá tökustað þar hafa lekið á netið. Hann segir það mikilvægt fyrir sig og fyrir áhorfendur. Sömu leynd verður viðhaldið hér á landi. „Það er mikið af frumlegu og nýju efni í myndinni og það væri leiðinlegt að eyðileggja það með leka.“ Ísland kom frekar seint inn sem tökustaður, en var samt alltaf möguleiki þegar leit stóð yfir. "Það er hægt að finna svipað landslag á öðrum stöðum í heiminum. En hérna er það samt svo frumstætt og „júralegt“ og það hafði úrslitaáhrif. Ísland er gríðarlega fallegt land.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
„Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. Tökurnar standa yfir næstu tvær vikur. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron, X-Men-hetjan Michael Fassbender og Lisbeth Salander-leikkonan Noomi Rapace eru meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn en tökuliðið verður einnig við Dettifoss. Um gríðarstórt verkefni er að ræða og framleiðslukostnaðurinn hér á landi nemur hundruðum milljóna íslenskra króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Scott vildi ekkert tjá sig um það. 160 Íslendingar koma að verkefninu hér á landi ásamt yfir 200 erlendum kvikmyndagerðarmönnum og kaus Scott að kalla það „lítið töku-lið". Hann staðfesti hins vegar að íslenskt landslag yrði ekki í neinu aukahlutverki í myndinni. „Þetta eru 15 mínútur í heild sinni ef allt gengur að óskum. Við erum að mynda upphaf tímans.“ Leikstjórinn hefur haldið mikilli leynd yfir tökunum hingað til á Bretlandseyjum og fáar myndir frá tökustað þar hafa lekið á netið. Hann segir það mikilvægt fyrir sig og fyrir áhorfendur. Sömu leynd verður viðhaldið hér á landi. „Það er mikið af frumlegu og nýju efni í myndinni og það væri leiðinlegt að eyðileggja það með leka.“ Ísland kom frekar seint inn sem tökustaður, en var samt alltaf möguleiki þegar leit stóð yfir. "Það er hægt að finna svipað landslag á öðrum stöðum í heiminum. En hérna er það samt svo frumstætt og „júralegt“ og það hafði úrslitaáhrif. Ísland er gríðarlega fallegt land.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira