Stórstjörnur við Heklu 11. júlí 2011 09:00 Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron er meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn. Mynd/AFP „Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. Tökurnar standa yfir næstu tvær vikur. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron, X-Men-hetjan Michael Fassbender og Lisbeth Salander-leikkonan Noomi Rapace eru meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn en tökuliðið verður einnig við Dettifoss. Um gríðarstórt verkefni er að ræða og framleiðslukostnaðurinn hér á landi nemur hundruðum milljóna íslenskra króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Scott vildi ekkert tjá sig um það. 160 Íslendingar koma að verkefninu hér á landi ásamt yfir 200 erlendum kvikmyndagerðarmönnum og kaus Scott að kalla það „lítið töku-lið". Hann staðfesti hins vegar að íslenskt landslag yrði ekki í neinu aukahlutverki í myndinni. „Þetta eru 15 mínútur í heild sinni ef allt gengur að óskum. Við erum að mynda upphaf tímans.“ Leikstjórinn hefur haldið mikilli leynd yfir tökunum hingað til á Bretlandseyjum og fáar myndir frá tökustað þar hafa lekið á netið. Hann segir það mikilvægt fyrir sig og fyrir áhorfendur. Sömu leynd verður viðhaldið hér á landi. „Það er mikið af frumlegu og nýju efni í myndinni og það væri leiðinlegt að eyðileggja það með leka.“ Ísland kom frekar seint inn sem tökustaður, en var samt alltaf möguleiki þegar leit stóð yfir. "Það er hægt að finna svipað landslag á öðrum stöðum í heiminum. En hérna er það samt svo frumstætt og „júralegt“ og það hafði úrslitaáhrif. Ísland er gríðarlega fallegt land.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Ef maður er smeykur við náttúruöflin í þessu fagi þá ætti maður að finna sér annað starf," segir kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott sem átti stuttan fund með blaðamönnum í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tökur á stórmyndinni Prometheus hefjast í dag við rætur Heklu. Eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá virtist Hekla vera að rumska en Scott segist ekki hafa misst svefn yfir þeim fréttaflutningi. Tökurnar standa yfir næstu tvær vikur. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron, X-Men-hetjan Michael Fassbender og Lisbeth Salander-leikkonan Noomi Rapace eru meðal þeirra sem heiðra Ísland með nærveru sinni næsta hálfa mánuðinn en tökuliðið verður einnig við Dettifoss. Um gríðarstórt verkefni er að ræða og framleiðslukostnaðurinn hér á landi nemur hundruðum milljóna íslenskra króna samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Scott vildi ekkert tjá sig um það. 160 Íslendingar koma að verkefninu hér á landi ásamt yfir 200 erlendum kvikmyndagerðarmönnum og kaus Scott að kalla það „lítið töku-lið". Hann staðfesti hins vegar að íslenskt landslag yrði ekki í neinu aukahlutverki í myndinni. „Þetta eru 15 mínútur í heild sinni ef allt gengur að óskum. Við erum að mynda upphaf tímans.“ Leikstjórinn hefur haldið mikilli leynd yfir tökunum hingað til á Bretlandseyjum og fáar myndir frá tökustað þar hafa lekið á netið. Hann segir það mikilvægt fyrir sig og fyrir áhorfendur. Sömu leynd verður viðhaldið hér á landi. „Það er mikið af frumlegu og nýju efni í myndinni og það væri leiðinlegt að eyðileggja það með leka.“ Ísland kom frekar seint inn sem tökustaður, en var samt alltaf möguleiki þegar leit stóð yfir. "Það er hægt að finna svipað landslag á öðrum stöðum í heiminum. En hérna er það samt svo frumstætt og „júralegt“ og það hafði úrslitaáhrif. Ísland er gríðarlega fallegt land.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira