Manúela ætlar ekki að kæra Grétar - vegna barnanna 1. desember 2011 11:49 Manúela Ósk Harðardóttir hefur ákveðið að falla frá kærunni á Grétar Rafn. En hún hugðist kæra hann fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. mynd/Arnþór Birkisson Manúela Ósk Harðardóttir ætlar ekki að kæra fyrrum eiginmann sinn Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumann, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Grétar leigði breska einkaspæjara til þess að fylgjast með ferðum Manúelu og fjölskyldu hennar í haust. Manúela segir í yfirlýsingu að hún falli frá kærunni með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi. Í yfirlýsingunni, sem er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Manúelu, skrifar undir segir að svo virðist sem Grétar Rafn hafi brotið trúnaðarsamkomulag þeirra á milli sem gert var fyrir breskum dómstólum. DV fjallaði um málið á forsíðu blaðsins í gær og segir Vilhjálmur að „augljóst er að heimildarmaður blaðsins er Grétar Rafn eða einhver honum tengdur. Því til staðfestingar má vísa til þess að DV hefur undir höndum hluta gagna úr dómsmáli milli Manúelu og Grétars, en gögnin geta ekki verið komin til DV frá neinum öðrum en Grétari," segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að Manúela vilji koma á framfæri að dómurinn sem féll í Bretlandi á föstudaginn sé sanngjarn. „Áður hafði Manúel gert sitt ítrasta til þess að ná samkomulagi við Grétar utan réttar bæði með og án aðstoðar íslenskra og breskra lögmanna en án árangurs. Niðurstaðan dómsmálsins er að öllu leyti í samræmi við gildandi lög og hefðir í breskum rétti en óumdeilt er að lögsaga í málinu var hjá breskum dómstólum." Þá segir einnig í yfirlýsingunni að ranglega sé haldið fram af DV að skýrslan sem einkaspæjararnir unnu hafi haft einhverja þýðingu um niðurstöðu dómsmálsins. „Þvert á móti þá tiltók dómari málsins það sérstaklega við dómsuppkvaðningu í London, föstudaginn 25. nóvember sl., að skýrslan hafi verið þýðingarlaus og sóun á bæði tíma og fjármunum, en Grétar mun hafa greitt háar fjárhæðir fyrir skýrsluna." „Að vel athuguðu máli hefur Manúela hins vegar ákveðið að láta kyrrt liggja vegna þessara réttarbrota Grétars og mun hvorki leita réttar síns hjá þartilbærum yfirvöldum á íslandi eða í Bretlandi. Er það gert með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Hægt er að lesa yfirlýsinguna með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Manúela Ósk Harðardóttir ætlar ekki að kæra fyrrum eiginmann sinn Grétar Rafn Steinsson, knattspyrnumann, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Grétar leigði breska einkaspæjara til þess að fylgjast með ferðum Manúelu og fjölskyldu hennar í haust. Manúela segir í yfirlýsingu að hún falli frá kærunni með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi. Í yfirlýsingunni, sem er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Manúelu, skrifar undir segir að svo virðist sem Grétar Rafn hafi brotið trúnaðarsamkomulag þeirra á milli sem gert var fyrir breskum dómstólum. DV fjallaði um málið á forsíðu blaðsins í gær og segir Vilhjálmur að „augljóst er að heimildarmaður blaðsins er Grétar Rafn eða einhver honum tengdur. Því til staðfestingar má vísa til þess að DV hefur undir höndum hluta gagna úr dómsmáli milli Manúelu og Grétars, en gögnin geta ekki verið komin til DV frá neinum öðrum en Grétari," segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að Manúela vilji koma á framfæri að dómurinn sem féll í Bretlandi á föstudaginn sé sanngjarn. „Áður hafði Manúel gert sitt ítrasta til þess að ná samkomulagi við Grétar utan réttar bæði með og án aðstoðar íslenskra og breskra lögmanna en án árangurs. Niðurstaðan dómsmálsins er að öllu leyti í samræmi við gildandi lög og hefðir í breskum rétti en óumdeilt er að lögsaga í málinu var hjá breskum dómstólum." Þá segir einnig í yfirlýsingunni að ranglega sé haldið fram af DV að skýrslan sem einkaspæjararnir unnu hafi haft einhverja þýðingu um niðurstöðu dómsmálsins. „Þvert á móti þá tiltók dómari málsins það sérstaklega við dómsuppkvaðningu í London, föstudaginn 25. nóvember sl., að skýrslan hafi verið þýðingarlaus og sóun á bæði tíma og fjármunum, en Grétar mun hafa greitt háar fjárhæðir fyrir skýrsluna." „Að vel athuguðu máli hefur Manúela hins vegar ákveðið að láta kyrrt liggja vegna þessara réttarbrota Grétars og mun hvorki leita réttar síns hjá þartilbærum yfirvöldum á íslandi eða í Bretlandi. Er það gert með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Hægt er að lesa yfirlýsinguna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira