Miðborgarstjóri vill hærri framlög til landamæraeftirlits 3. nóvember 2011 10:02 Jakob Frímann Magnússon Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri, skorar á innanríkisráðuneytið að tryggja hærri fjárframlög til landamæraeftirlits „með hliðsjón af vaxandi tíðni erlendra glæpagengja," eins og hann orðar það í grein sinni sem hann birti í Fréttablaðinu í dag og á Vísi. Greinina skrifar Jakob Frímann vegna gagnrýni Paul F. Nikolov, fyrrverandi varaþingmanns, og birtist í Grapevine í síðustu viku. Þar gagnrýnir Nikolov málflutning Jakobs eins og hann kom fyrir í viðtali í fréttatíma RÚV 25. október síðastliðinn, þar sem Jakob sagði fulla ástæðu til þess að hafa varann á gagnvart glæpagengjum frá Búlgaríu og Rúmeníu. Tilefnið var ránið í úrverslun Michelsen. Í greininni biðst Jakob Frímann afsökunar og útskýrir orð sín frekar. „Hvers vegna nefndi ég glæpagengi frá Búlgaríu og Rúmeníu sérstaklega? Jú, sökum breytinga er taka gildi 1. jan n.k. og varða þessar þjóðir af einhverjum ástæðum sem hljóta að vera gildar. Það er heldur ekkert launungarmál að af öllum glæpagengjum Evrópuþjóða eru gengi umræddra landa talin hvað skæðust um þessar mundir," skrifar Jakob Frímann sem vonast til þess að geta rætt málið án þess að vera sakaður sérstaklega um kynþáttafordóma. Jakob skrifar „að það virðist hafa gleymst við hina umdeildu ákvarðanatöku um Schengen samninginn á sínum tíma að slíkt alþjóðlegt samstarf kallar á umtalsverða fjármuni. Um 700.000 einstaklingar af erlendu þjóðerni sækja Ísland heim árlega sem þýðir að umtalsverð tekjuaukning fyrir ríkissjóð hefur átt sér stað vegna erlendra gesta frá því að Schengen samningurinn var undirritaður. Skyldi aukning gjalda vegna þessa málaflokks hafa verið í samræmi við þessa miklu aukningu tekna? Hér gildir einu hvort breytingarnar um næstu áramót tengjast Evrópusambandinu eða Schengen." Þannig skorar miðborgarstjórinn á innanríkisáðuneytið að auka framlög til landamæraeftirlitsins því, eins og Jakob orðar það sjálfur: „Fyrstu krónu skattgreiðandans skal varið til að verja hann árásum eða innrásum. Sé öryggistilfinningu almennings á götum úti ábótavant, ber að endurskoða forgangsröðun ríkisins." Greinina má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Rán í Michelsen 2011 Tengdar fréttir Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Dýr sparnaður Í opnu bréfi, stíluðu á mig í Reykjavík Grapevine, gerir fv. varaþingmaður VG, Paul Nikolov, athugasemd við orð mín í sjónvarpsfréttum RUV 25. október sl. og krefst afsökunarbeiðni vegna ummæla sem lúta að nauðsyn þess að efla eftirlit bæði lögreglu í miðborginni og þeirra sem ætlað er að fylgjast með ferðum hugsanlegra glæpagengja í Leifsstöð og víðar. Þetta var m.a. sagt í ljósi þess að um áramót verða breytingar á reglum er varða tvær Evrópuþjóðir. 3. nóvember 2011 06:00