Mehdi látinn laus í dag - á yfir höfði sér 4 ára fangelsi Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 20. maí 2011 12:07 Mikill viðbúnaður var vegna tilraunar Medhis til þess að kveikja í sér. Íranski hælisleitandinn sem reyndi að kveikja í sér gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Honum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Tvær vikur eru síðan Mehdi Kavyan Pour reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða Krossins við Efstaleiti en eftir atvikið var hann úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun á sjúkrahúsi sem rennur út í dag klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talin þörf á að vista hann lengur á sjúkrahúsi og verður ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Málið er enn í rannsókn en að henni lokinni verður það sent ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ástæða er til að ákæra Mehdi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ólíklegt að meint brot hans geti varðað við þá grein hegningarlaga sem lýtur að þeim sem á ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska. Viðurlögin eru allt að fjögurra ára fangelsi. Mehdi hefur í sjö ár barist fyrir pólitísku hæli og dvalarleyfi á Íslandi en mikill dráttur hefur verið á máli hans. Forstjóri Útlendingastofnunar viðurkenndi í fjölmiðlum að mál hans hefði dregist í of langan tíma. Mehdi, sem er frá Íran, hafði þann starfa í heimalandinu að hlera síma. Þegar trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofu hans og tveir samstarfsmenn létust flúði hann land en kona hans og dóttir urðu eftir í Teheran. Tengdar fréttir Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25 Vill hverfa frá strangri lagahyggju varðandi hælisleitendur „Við ætlum að hverfa frá þessar ströngu lagahyggju og ströngu vinnumarkaðstengingum og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félagslegra sjónarmiða,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í viðtali í Kastljósi í kvöld um málefni hælisleitanda. Það var Íraninn Medhi Pour sem vakti athygli á bágri stöðu hælisleitanda þegar hann fór inn í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 9. maí 2011 20:08 Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt "Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 6. maí 2011 14:52 Samninga- og fortöluhópur sérsveitarinnar þjálfaður af FBI Íranski hælisleitandinn Medhi Pour er enn í haldi lögreglunnar en hann var handtekinn snemma í morgun eftir að hann hafði hellt bensíni yfir sig í höfuðstöðvum Rauða krossins. 6. maí 2011 16:33 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Íranski hælisleitandinn sem reyndi að kveikja í sér gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi. Honum verður sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Tvær vikur eru síðan Mehdi Kavyan Pour reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða Krossins við Efstaleiti en eftir atvikið var hann úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun á sjúkrahúsi sem rennur út í dag klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki talin þörf á að vista hann lengur á sjúkrahúsi og verður ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Málið er enn í rannsókn en að henni lokinni verður það sent ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ástæða er til að ákæra Mehdi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ólíklegt að meint brot hans geti varðað við þá grein hegningarlaga sem lýtur að þeim sem á ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska. Viðurlögin eru allt að fjögurra ára fangelsi. Mehdi hefur í sjö ár barist fyrir pólitísku hæli og dvalarleyfi á Íslandi en mikill dráttur hefur verið á máli hans. Forstjóri Útlendingastofnunar viðurkenndi í fjölmiðlum að mál hans hefði dregist í of langan tíma. Mehdi, sem er frá Íran, hafði þann starfa í heimalandinu að hlera síma. Þegar trúnaðarupplýsingar hurfu af skrifstofu hans og tveir samstarfsmenn létust flúði hann land en kona hans og dóttir urðu eftir í Teheran.
Tengdar fréttir Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25 Vill hverfa frá strangri lagahyggju varðandi hælisleitendur „Við ætlum að hverfa frá þessar ströngu lagahyggju og ströngu vinnumarkaðstengingum og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félagslegra sjónarmiða,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í viðtali í Kastljósi í kvöld um málefni hælisleitanda. Það var Íraninn Medhi Pour sem vakti athygli á bágri stöðu hælisleitanda þegar hann fór inn í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 9. maí 2011 20:08 Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt "Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 6. maí 2011 14:52 Samninga- og fortöluhópur sérsveitarinnar þjálfaður af FBI Íranski hælisleitandinn Medhi Pour er enn í haldi lögreglunnar en hann var handtekinn snemma í morgun eftir að hann hafði hellt bensíni yfir sig í höfuðstöðvum Rauða krossins. 6. maí 2011 16:33 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Hvetur Ögmund til þess að stöðva kerfisbundið útlendingahatur „Ég skora á Ögmund Jónasson [innanríkisráðherra. innskt. blm.] að láta ekki kyrrt liggja og skera upp herör gegn kerfisbundnu útlendingahatri íslenska ríkisins,“ segir Haukur Már Helgason, heimspekingur, rithöfundur og ötull baráttumaður fyrir réttindum hælisleitanda og flóttamanna hér á landi. 6. maí 2011 14:25
Vill hverfa frá strangri lagahyggju varðandi hælisleitendur „Við ætlum að hverfa frá þessar ströngu lagahyggju og ströngu vinnumarkaðstengingum og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félagslegra sjónarmiða,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra í viðtali í Kastljósi í kvöld um málefni hælisleitanda. Það var Íraninn Medhi Pour sem vakti athygli á bágri stöðu hælisleitanda þegar hann fór inn í höfuðstöðvar Rauða krossins í Efstaleiti og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 9. maí 2011 20:08
Ögmundur um Medhi-málið: Þetta er mjög dapurlegt "Maðurinn fær þá aðhlynningu og aðstoð sem hann þarfnast, það er það sem mestu máli skiptir,“ sagði Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um málefni íranska flóttamannsins Medhi Pour, sem hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða krossins í morgun, og hótaði að kveikja í sér sjálfum. 6. maí 2011 14:52
Samninga- og fortöluhópur sérsveitarinnar þjálfaður af FBI Íranski hælisleitandinn Medhi Pour er enn í haldi lögreglunnar en hann var handtekinn snemma í morgun eftir að hann hafði hellt bensíni yfir sig í höfuðstöðvum Rauða krossins. 6. maí 2011 16:33