Óli Tynes látinn 27. október 2011 18:30 Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira