Óli Tynes látinn 27. október 2011 18:30 Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Óli Tynes fréttamaður er látinn, 66 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í morgun eftir baráttu við krabbamein, sem hann greindist með fyrir tíu mánuðum. Óli lætur eftir sig eiginkonu, tvo syni, fimm barnabörn og eitt langafabarn. Óli Tynes Jónsson, eins og hann var skírður, fæddist á Þorláksmessu 23. desember lýðveldisárið 1944. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigtryggsson, læknir og tannlæknir, stofnandi og fyrsti prófessor og deildarforseti Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, og Jórunn (Lóa) Tynes. Systkini Óla eru: Jón Örn, fæddur 1938, maki Guðrún Sigurlína Mjöll Guðbergsdóttir, þau eru búsett í Kanada. Ingvi Hrafn, fæddur 1942, maki Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir. Sigtryggur, fæddur 1947, maki Guðlaug Helga Konráðsdóttir, og Margrét, fædd 1955. Eftirlifandi eiginkona Óla er Vilborg Halldórsdóttir. Fyrri kona Óla var Sigurdís Eggertsdóttir Laxdal, sonur þeirra er Jón Gunnar, fæddur 1965, hann á þrjár dætur og eitt barnabarn. Sonur Óla og Guðnýjar Jónsdóttur er Jón Þór, fæddur 1974, og hann á tvö börn. Óli Tynes var sá starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sem átti að baki lengstan starfsferil í blaðamennsku. Hann byrjaði á dagblaðinu Vísi fyrir 49 árum. Hann vakti landsathygli þegar þorskastríðsátök stóðu sem hæst 1976 með fréttum sem hann skrifaði um borð í varðskipum en einnig breskum freigátum þegar þær sigldu á íslensk varðskip. Hann vann einnig á Morgunblaðinu, Helgarpóstinum, Frjálsri verslun og fleiri tímaritum. Hann var um tíma í ferðaþjónustu, bæði hjá Arnarflugi og sem fararstjóri erlendis. Síðustu 20 ár starfaði hann lengst af á Stöð 2, Bylgjunni og fréttavefnum Vísi, einkum í erlendum fréttum. Það var eitt helsta einkennismerki hans að gæða fréttir kímni og glettni. Á dagblaðinu Vísi var hann upphafsmaður Sandkorns og það var hann sem byrjaði með Hafnarfjarðarbrandarana. Óli tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var meðal annars formaður froskmannafélagsins Syndasela, formaður Íslensk Ísraelska félagsins, formaður Starfsmannafélags Arnarflugs og sat í stjórn Sólheima. Hann lagði stund á júdó, skotfimi og bogfimi og var mikill göngugarpur.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira