Fótbolti

Strákarnir gátu ekki heldur æft í morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar
Æfingasvæðið í Álaborg var ónothæft í morgun vegna mikillar rigningar.
Æfingasvæðið í Álaborg var ónothæft í morgun vegna mikillar rigningar. Mynd/Anton
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari varð í morgun að fresta æfingu U-21 liðsins í Álaborg þar sem æfingavöllurinn var á floti.

Liðið varð einnig af æfingu í gærkvöldi þar sem að för hópsins til Danmerkur var seinkað vegna verkfalls flugvirkja Icelandair.

Í gærkvöldi byrjaði að rigna í Álaborg og rigndi í alla nótt. Forráðamenn landsliðsins fengu svo þær fregnir í morgun að ekki væri hægt að æfa á vellinum þar sem hann væri einfaldlega á floti.

Vallarstarfsmenn við störf í morgun.Mynd/Anton
Leikmennirnir 23 komu fyrst saman í gærmorgun þar sem að margir voru uppteknir með A-landsliðinu eða liðum sínum í Pepsi-deildinni. Aðeins tveir leikir eru í fyrsta leik, gegn Hvíta-Rússlandi á laugardaginn, og er tíminn að hlaupa frá Eyjólfi og strákunum.

Þessa stundina eru vallarstarfsmenn að reyna að minnka vatnselginn með sköfum og dælum. Eyjólfur sagði við Vísi í morgun að enn sé áætlað að æfa síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×