Innlent

"Hættum ekki að syngja fyrr en við náum 35.000"

Björk Guðmundsdóttir flutti lagið, Þrjú hjól undir bílnum, ásamt Ómari Ragnarssyni í karókímaraþoni sem hófst í dag. Björk stendur fyrir uppákomunni ásamt fleirum en takmarkið er að fá 35.000 undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Með þessari frétt er hægt að sjá viðtal sem Breki Logason fréttamaður tók við Björk við þetta tilefni í dag.


Tengdar fréttir

Björk og Ómar tóku karaókí-dúett

Björk Guðmundsdóttir og Ómar Ragnarsson tóku saman lagið í Norræna húsinu fyrr í dag þar sem stærsta söngmót Íslandssögunnar hófst klukkan þrjú.

Tvíhöfði flutti besta lag í heimi

Þeir félagar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson tóku þátt í karókímaraþoninu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða uppákomu sem Björk Guðmundsdóttir og fleiri standa að en takmarkið er að fá 35.000 undirskrifftir þar sem skorað er á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×