Innlent

Tvíhöfði flutti besta lag í heimi

Breki Logason skrifar

Þeir félagar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson tóku þátt í karókímaraþoninu sem nú stendur yfir í Norræna húsinu í dag. Um er að ræða uppákomu sem Björk Guðmundsdóttir og fleiri standa að en takmarkið er að fá 35.000 undirskrifftir þar sem skorað er á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Fjölmargir tóku þátt í maraþoninu sem stendur yfir næstu daga.

Með þessari frétt er hægt að hlusta á Tvíhöfða flytja besta lag í heimi að þeirra mati, Fjöllin hafa vakað.

Hægt er að skrá skrifa undir áskorunina inn á www.orkuaudlindir.is
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.