Níumenningarnir: Þingvörður segir Alþingi hafa verið í hættu SB skrifar 18. janúar 2011 13:17 Ekki komust allir að sem vildu þegar aðalmeðferin hófst aftur yfir níumenningunum eftir hádegi í dag. Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. Þingvörðurinn Brynjar Benediktsson var fyrsta vitni ákæruvaldsins. Hann sagðist hafa fengið neyðarkall í talstöðina og séð fólk ryðjast inn. Hann sagðist hafa slasast við störf sín, hlotið meiðsli á öxl ásamt öðrum eymslum. Spurður hvort öryggi þingsins hafi verið ógnað svaraði hann: "Já, það tel ég." Ragnar Aðalsteinsson, einn af lögmönnum verjenda, gerði athugasemd við spurninguna þar sem hún fæli í sér gildismat. Dómari sagði þingvörðinn gegna því hlutverki að hann gæti talist sérfræðingur um málefnið. "Það er hlutverk okkar þingvarða að sjá um öryggi þingsins," sagði Brynjar. "Ef við getum ekki sinnt okkar starfi og erum undir ógn þá hlýtur öryggi þingsins að vera í hættu." Verjendur níumenningana spurðu Brynjar ítarlega út í staðhæfingar sínar. Meðal annars kom fram í máli Brynjars að ekki hefði verið gefin út skipun um að loka þingpöllunum. Þingvörðurinn benti á að samkvæmt brunarvarnarlögum væri aðeins pláss fyrir 24 á pöllunum. Benti Ragnar Aðalsteinsson á að dæmi væru um að tugir manns hefði komið saman á þingpöllunum, til dæmis árið 1973 þar sem hundrað húsmæður fjölmenntu á pallana. Jafnframt kom fram að sem þingvörður hefði Brynjar ekki hlotið þjálfun í mannfjöldastjórnun. Tengdar fréttir Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. Þingvörðurinn Brynjar Benediktsson var fyrsta vitni ákæruvaldsins. Hann sagðist hafa fengið neyðarkall í talstöðina og séð fólk ryðjast inn. Hann sagðist hafa slasast við störf sín, hlotið meiðsli á öxl ásamt öðrum eymslum. Spurður hvort öryggi þingsins hafi verið ógnað svaraði hann: "Já, það tel ég." Ragnar Aðalsteinsson, einn af lögmönnum verjenda, gerði athugasemd við spurninguna þar sem hún fæli í sér gildismat. Dómari sagði þingvörðinn gegna því hlutverki að hann gæti talist sérfræðingur um málefnið. "Það er hlutverk okkar þingvarða að sjá um öryggi þingsins," sagði Brynjar. "Ef við getum ekki sinnt okkar starfi og erum undir ógn þá hlýtur öryggi þingsins að vera í hættu." Verjendur níumenningana spurðu Brynjar ítarlega út í staðhæfingar sínar. Meðal annars kom fram í máli Brynjars að ekki hefði verið gefin út skipun um að loka þingpöllunum. Þingvörðurinn benti á að samkvæmt brunarvarnarlögum væri aðeins pláss fyrir 24 á pöllunum. Benti Ragnar Aðalsteinsson á að dæmi væru um að tugir manns hefði komið saman á þingpöllunum, til dæmis árið 1973 þar sem hundrað húsmæður fjölmenntu á pallana. Jafnframt kom fram að sem þingvörður hefði Brynjar ekki hlotið þjálfun í mannfjöldastjórnun.
Tengdar fréttir Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Sjá meira
Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18
Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41
Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22
Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59
Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14
Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12