Innlent

Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið

SB skrifar
Létt stemning var fyrir utan héraðsdóm í morgun. Hér sést Jón Örn Loðmfjörð bjóða upp á súpu
Létt stemning var fyrir utan héraðsdóm í morgun. Hér sést Jón Örn Loðmfjörð bjóða upp á súpu
Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi.

Andri lýsti því að þegar hann kom upp tröppurnar hafi hann séð tvo lögreglumenn halda ungri stúlku fastri. Hann hafi biðlað til lögreglunnar að sleppa henni en þá hafi lögreglan ráðist að honum "og það getur verið að ég hafi glefsað í höndina á honum," sagði Andri.

Því næst lýsti hann því hvernig lögreglan keyrði hann niður tröppurnar með höfuðið fram fyrir sig. Hann hafi legið, átt erfitt með andardrátt, hendurnar hafi verið kræktar fyrir aftan bak og það hafi rifjast upp fyrir honum kenningar úr læknisfræði um óvænt hjartastopp og nýrnaskemmdir sem geta orsakast við slíkar aðstæður.

"Ég var mjög hræddur, þetta voru varnarviðbrögð," sagði hann um meint bit og glefs.

Sá síðasti af níumenningunum, Þór Sigurðsson, neitaði að svara flestum spurningum en uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagði: "Fyrst ræðst löggan á okkur eins og við séum Hezbolla í allri sinni dýrð - auðvitað verður kaos, ringulreið og ruglingur."

Aðalmeðferðinni var nú laust eftir klukkan ellefu frestað til hádegis. Mótmælendur bjóða upp á súpu fyrir utan héraðsdóm og létt er yfir sakborningum sem eru nú loksins búnir að bera vitni málinu.






Tengdar fréttir

Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap

Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28)

Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal

Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur.

Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal

Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag.

Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin

Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga.

Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til?

Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×