Níumenningarnir: Þingvörður segir Alþingi hafa verið í hættu SB skrifar 18. janúar 2011 13:17 Ekki komust allir að sem vildu þegar aðalmeðferin hófst aftur yfir níumenningunum eftir hádegi í dag. Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. Þingvörðurinn Brynjar Benediktsson var fyrsta vitni ákæruvaldsins. Hann sagðist hafa fengið neyðarkall í talstöðina og séð fólk ryðjast inn. Hann sagðist hafa slasast við störf sín, hlotið meiðsli á öxl ásamt öðrum eymslum. Spurður hvort öryggi þingsins hafi verið ógnað svaraði hann: "Já, það tel ég." Ragnar Aðalsteinsson, einn af lögmönnum verjenda, gerði athugasemd við spurninguna þar sem hún fæli í sér gildismat. Dómari sagði þingvörðinn gegna því hlutverki að hann gæti talist sérfræðingur um málefnið. "Það er hlutverk okkar þingvarða að sjá um öryggi þingsins," sagði Brynjar. "Ef við getum ekki sinnt okkar starfi og erum undir ógn þá hlýtur öryggi þingsins að vera í hættu." Verjendur níumenningana spurðu Brynjar ítarlega út í staðhæfingar sínar. Meðal annars kom fram í máli Brynjars að ekki hefði verið gefin út skipun um að loka þingpöllunum. Þingvörðurinn benti á að samkvæmt brunarvarnarlögum væri aðeins pláss fyrir 24 á pöllunum. Benti Ragnar Aðalsteinsson á að dæmi væru um að tugir manns hefði komið saman á þingpöllunum, til dæmis árið 1973 þar sem hundrað húsmæður fjölmenntu á pallana. Jafnframt kom fram að sem þingvörður hefði Brynjar ekki hlotið þjálfun í mannfjöldastjórnun. Tengdar fréttir Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. Þingvörðurinn Brynjar Benediktsson var fyrsta vitni ákæruvaldsins. Hann sagðist hafa fengið neyðarkall í talstöðina og séð fólk ryðjast inn. Hann sagðist hafa slasast við störf sín, hlotið meiðsli á öxl ásamt öðrum eymslum. Spurður hvort öryggi þingsins hafi verið ógnað svaraði hann: "Já, það tel ég." Ragnar Aðalsteinsson, einn af lögmönnum verjenda, gerði athugasemd við spurninguna þar sem hún fæli í sér gildismat. Dómari sagði þingvörðinn gegna því hlutverki að hann gæti talist sérfræðingur um málefnið. "Það er hlutverk okkar þingvarða að sjá um öryggi þingsins," sagði Brynjar. "Ef við getum ekki sinnt okkar starfi og erum undir ógn þá hlýtur öryggi þingsins að vera í hættu." Verjendur níumenningana spurðu Brynjar ítarlega út í staðhæfingar sínar. Meðal annars kom fram í máli Brynjars að ekki hefði verið gefin út skipun um að loka þingpöllunum. Þingvörðurinn benti á að samkvæmt brunarvarnarlögum væri aðeins pláss fyrir 24 á pöllunum. Benti Ragnar Aðalsteinsson á að dæmi væru um að tugir manns hefði komið saman á þingpöllunum, til dæmis árið 1973 þar sem hundrað húsmæður fjölmenntu á pallana. Jafnframt kom fram að sem þingvörður hefði Brynjar ekki hlotið þjálfun í mannfjöldastjórnun.
Tengdar fréttir Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18
Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41
Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22
Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59
Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14
Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?