Níumenningarnir: Þingvörður segir Alþingi hafa verið í hættu SB skrifar 18. janúar 2011 13:17 Ekki komust allir að sem vildu þegar aðalmeðferin hófst aftur yfir níumenningunum eftir hádegi í dag. Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. Þingvörðurinn Brynjar Benediktsson var fyrsta vitni ákæruvaldsins. Hann sagðist hafa fengið neyðarkall í talstöðina og séð fólk ryðjast inn. Hann sagðist hafa slasast við störf sín, hlotið meiðsli á öxl ásamt öðrum eymslum. Spurður hvort öryggi þingsins hafi verið ógnað svaraði hann: "Já, það tel ég." Ragnar Aðalsteinsson, einn af lögmönnum verjenda, gerði athugasemd við spurninguna þar sem hún fæli í sér gildismat. Dómari sagði þingvörðinn gegna því hlutverki að hann gæti talist sérfræðingur um málefnið. "Það er hlutverk okkar þingvarða að sjá um öryggi þingsins," sagði Brynjar. "Ef við getum ekki sinnt okkar starfi og erum undir ógn þá hlýtur öryggi þingsins að vera í hættu." Verjendur níumenningana spurðu Brynjar ítarlega út í staðhæfingar sínar. Meðal annars kom fram í máli Brynjars að ekki hefði verið gefin út skipun um að loka þingpöllunum. Þingvörðurinn benti á að samkvæmt brunarvarnarlögum væri aðeins pláss fyrir 24 á pöllunum. Benti Ragnar Aðalsteinsson á að dæmi væru um að tugir manns hefði komið saman á þingpöllunum, til dæmis árið 1973 þar sem hundrað húsmæður fjölmenntu á pallana. Jafnframt kom fram að sem þingvörður hefði Brynjar ekki hlotið þjálfun í mannfjöldastjórnun. Tengdar fréttir Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Aðalmeðferð yfir níumenningunum hófst aftur eftir hádegishlé nú rétt eftir klukkan eitt. Fyrir dóminn mætti þingvörður sem sagði að Alþingi hefði verið í raunverulegri hættu þegar fólkið gerði tilraun til að komast á þingpallana. Þingvörðurinn Brynjar Benediktsson var fyrsta vitni ákæruvaldsins. Hann sagðist hafa fengið neyðarkall í talstöðina og séð fólk ryðjast inn. Hann sagðist hafa slasast við störf sín, hlotið meiðsli á öxl ásamt öðrum eymslum. Spurður hvort öryggi þingsins hafi verið ógnað svaraði hann: "Já, það tel ég." Ragnar Aðalsteinsson, einn af lögmönnum verjenda, gerði athugasemd við spurninguna þar sem hún fæli í sér gildismat. Dómari sagði þingvörðinn gegna því hlutverki að hann gæti talist sérfræðingur um málefnið. "Það er hlutverk okkar þingvarða að sjá um öryggi þingsins," sagði Brynjar. "Ef við getum ekki sinnt okkar starfi og erum undir ógn þá hlýtur öryggi þingsins að vera í hættu." Verjendur níumenningana spurðu Brynjar ítarlega út í staðhæfingar sínar. Meðal annars kom fram í máli Brynjars að ekki hefði verið gefin út skipun um að loka þingpöllunum. Þingvörðurinn benti á að samkvæmt brunarvarnarlögum væri aðeins pláss fyrir 24 á pöllunum. Benti Ragnar Aðalsteinsson á að dæmi væru um að tugir manns hefði komið saman á þingpöllunum, til dæmis árið 1973 þar sem hundrað húsmæður fjölmenntu á pallana. Jafnframt kom fram að sem þingvörður hefði Brynjar ekki hlotið þjálfun í mannfjöldastjórnun.
Tengdar fréttir Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Vitnaleiðslum yfir níumenningunum lokið Sakborningurinn Andri Leó Lemarqui neitaði því að hafa bitið lögreglumann í höndina og lögreglukonu í hálsinn en játaði því að hafa "glefsað" til lögreglumannsins. Hann sagðist hafa verið gripið ofsahræðslu sem hann rakti til þekkingu sinnar á læknisfræði. Vitnaleiðslum yfir níumenningunum er lokið og hlé hefur verið gert á þinghaldi fram yfir hádegi. 18. janúar 2011 11:18
Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41
Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22
Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59
Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14
Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12