Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi SB skrifar 18. janúar 2011 16:24 Ákæruvaldið - Lára V. Júlíusdóttir settur saksóknari situr fyrir miðju. Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. Skipulagt eða ekki? Réttarhöldin í dag yfir níumenningunum snúast aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi hvort hin meinta árás á Alþingi hafi skipulögð fyrirfram og í öðru lagi um hve raunverulegar staðhæfingar þingvarða og lögreglu um ofbeldi séu. Inn í þetta spilar svo hið umdeilda myndband sem aðeins sýnir fjórar mínútur af hinni meintu árás. Aðrar upptökur eru af óljósum ástæðum ekki til eða horfnar. Hinn rauði þráður í spurningum ákæruvaldsins í dag snerust um skipulagningu árásarinnar. Níumenningarnir voru spurðir um einhverskonar miða sem átti að hafa gengið manna á millum þar sem boðað var til árásar. Enginn kannaðist við slíkan miða eða fundi um aðgerðirnar. Engin sönnunargögn hafa heldur verið lögð fram sem renna stoðum undir slíkt fundarboð.Misvísandi framburður Framburður þingvarða og lögreglu varðandi hið meinta ofbeldi stangaðist stundum á. Þannig lýstu þingverðir því sem stympingar hefðu átt sér stað, einhverskonar hnoð - meðan lögreglumaðurinn Kristinn Petersen talaði um bardaga og slagsmál og sagði þrjá verði hafa þurft að verjast 35 manna öskrandi múg. Verjandur spurðu Kristinn þá af hverju hann hefði hvorki notað kylfu né piparúða og varð þá fátt um svör. Datt á ofn Ein alvarlegasta ásökunin í málinu snýst um þingvörðinn Maríu Dites de Jesus en hún sakar mótmælanda um að hafa hrint sér á ofn með alvarlegum afleiðingum. Eftir að hún lauk framburði sínum var hið umdeilda myndband sýnt aftur og er erfitt að sjá að lýsing hennar og það sem sést á myndbandinu fari fyllilega saman. Kom í ljós að við skýrslutöku hjá lögreglu hafði María sagt, eftir að henni var sýnt myndbandið, að hún sæi atburðinn með öðrum augum. Í dag hélt hún sér hins vegar við hinn upprunalega framburð - að henni hefði verið hrint. Sá maður sem María sakaði um að hafa hrint sér var hins vegar í fangabrögðum við annan þingvörð. Það sést á myndbandinu. Sá þingvörður viðurkenndi að María hefði bent á umræddan mann eftir atburðinn og sagt hann hafa hrint sér. Brynjar Níelsson spurði Maríu hvort hún upplifði atburðinn eins eftir að hafa séð myndbandið sagði María: "Mér var hrint."Spennuþrunginn dagur Réttarhöldin í dag minntu á stundum á bandarísk réttarhöld þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu. Oft mátti heyra saumnál detta í réttarsal meðan á öðrum stundum tók fólk andköf eða gerði hróp að vitnum. Sérstaka athygli vakti þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því hvernig hið umdeilda myndband varð til. Deildarstjórinn virðist, af sjálfsdáðum, hafa tekið 4 mínútur úr öryggismyndavélum og lagt fyrir forsætisnefnd en aðrar upptökur, sem gætu varpað ljósi á atburðina, eru horfnar. Hvorki forsætisnefnd né lögregla bað um frekari upptökur og þegar málið var komið á dómsstig var það orðið of seint. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði um þetta þegar hann bar vitni í dag: "Þetta var ákvörðun þess sem tók þetta úr öryggismyndavélunum. Ég hygg að menn hafi fyrst og fremst haft áhuga á þeim hluta þessara atburða. Hann varðaði okkur." Deilt um orðalag Þá hefur í dag oft verið tekist á um orðalag. Ákæruvaldið og þingverðir sem borið hafa vitni hafa notast við orðalag "þau ruddust inn" en verjendur hafa bent á að í upptökunni sést að fólki sé hleypt inn og gangi rólega upp stiga. Sagði Ragnar Aðalsteinsson það vera grundvallaratriði í málinu hvaða orðalag sé notað. Kannski orð eins þingvarðarins lýsi ágætlega þeim viðhorfsmun sem svo greinilegur er líka í réttarsalnum - þar sem vitni ákæruvaldsins eru jakkafataklædd meðan sakborningar bera einkennisklæðnað þeirra sem standa til hliðar, gagnrýna og deila á samfélagið. "Þau brutu allar reglur, með klæðaburði sínum og framkomu. Þau ruddust bara inn án þess að hlíða einu eða neinu." Tengdar fréttir Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18. janúar 2011 15:20 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. Skipulagt eða ekki? Réttarhöldin í dag yfir níumenningunum snúast aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi hvort hin meinta árás á Alþingi hafi skipulögð fyrirfram og í öðru lagi um hve raunverulegar staðhæfingar þingvarða og lögreglu um ofbeldi séu. Inn í þetta spilar svo hið umdeilda myndband sem aðeins sýnir fjórar mínútur af hinni meintu árás. Aðrar upptökur eru af óljósum ástæðum ekki til eða horfnar. Hinn rauði þráður í spurningum ákæruvaldsins í dag snerust um skipulagningu árásarinnar. Níumenningarnir voru spurðir um einhverskonar miða sem átti að hafa gengið manna á millum þar sem boðað var til árásar. Enginn kannaðist við slíkan miða eða fundi um aðgerðirnar. Engin sönnunargögn hafa heldur verið lögð fram sem renna stoðum undir slíkt fundarboð.Misvísandi framburður Framburður þingvarða og lögreglu varðandi hið meinta ofbeldi stangaðist stundum á. Þannig lýstu þingverðir því sem stympingar hefðu átt sér stað, einhverskonar hnoð - meðan lögreglumaðurinn Kristinn Petersen talaði um bardaga og slagsmál og sagði þrjá verði hafa þurft að verjast 35 manna öskrandi múg. Verjandur spurðu Kristinn þá af hverju hann hefði hvorki notað kylfu né piparúða og varð þá fátt um svör. Datt á ofn Ein alvarlegasta ásökunin í málinu snýst um þingvörðinn Maríu Dites de Jesus en hún sakar mótmælanda um að hafa hrint sér á ofn með alvarlegum afleiðingum. Eftir að hún lauk framburði sínum var hið umdeilda myndband sýnt aftur og er erfitt að sjá að lýsing hennar og það sem sést á myndbandinu fari fyllilega saman. Kom í ljós að við skýrslutöku hjá lögreglu hafði María sagt, eftir að henni var sýnt myndbandið, að hún sæi atburðinn með öðrum augum. Í dag hélt hún sér hins vegar við hinn upprunalega framburð - að henni hefði verið hrint. Sá maður sem María sakaði um að hafa hrint sér var hins vegar í fangabrögðum við annan þingvörð. Það sést á myndbandinu. Sá þingvörður viðurkenndi að María hefði bent á umræddan mann eftir atburðinn og sagt hann hafa hrint sér. Brynjar Níelsson spurði Maríu hvort hún upplifði atburðinn eins eftir að hafa séð myndbandið sagði María: "Mér var hrint."Spennuþrunginn dagur Réttarhöldin í dag minntu á stundum á bandarísk réttarhöld þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu. Oft mátti heyra saumnál detta í réttarsal meðan á öðrum stundum tók fólk andköf eða gerði hróp að vitnum. Sérstaka athygli vakti þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því hvernig hið umdeilda myndband varð til. Deildarstjórinn virðist, af sjálfsdáðum, hafa tekið 4 mínútur úr öryggismyndavélum og lagt fyrir forsætisnefnd en aðrar upptökur, sem gætu varpað ljósi á atburðina, eru horfnar. Hvorki forsætisnefnd né lögregla bað um frekari upptökur og þegar málið var komið á dómsstig var það orðið of seint. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði um þetta þegar hann bar vitni í dag: "Þetta var ákvörðun þess sem tók þetta úr öryggismyndavélunum. Ég hygg að menn hafi fyrst og fremst haft áhuga á þeim hluta þessara atburða. Hann varðaði okkur." Deilt um orðalag Þá hefur í dag oft verið tekist á um orðalag. Ákæruvaldið og þingverðir sem borið hafa vitni hafa notast við orðalag "þau ruddust inn" en verjendur hafa bent á að í upptökunni sést að fólki sé hleypt inn og gangi rólega upp stiga. Sagði Ragnar Aðalsteinsson það vera grundvallaratriði í málinu hvaða orðalag sé notað. Kannski orð eins þingvarðarins lýsi ágætlega þeim viðhorfsmun sem svo greinilegur er líka í réttarsalnum - þar sem vitni ákæruvaldsins eru jakkafataklædd meðan sakborningar bera einkennisklæðnað þeirra sem standa til hliðar, gagnrýna og deila á samfélagið. "Þau brutu allar reglur, með klæðaburði sínum og framkomu. Þau ruddust bara inn án þess að hlíða einu eða neinu."
Tengdar fréttir Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18. janúar 2011 15:20 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18. janúar 2011 15:20
Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41
Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22
Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59
Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14
Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12