Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi SB skrifar 18. janúar 2011 16:24 Ákæruvaldið - Lára V. Júlíusdóttir settur saksóknari situr fyrir miðju. Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. Skipulagt eða ekki? Réttarhöldin í dag yfir níumenningunum snúast aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi hvort hin meinta árás á Alþingi hafi skipulögð fyrirfram og í öðru lagi um hve raunverulegar staðhæfingar þingvarða og lögreglu um ofbeldi séu. Inn í þetta spilar svo hið umdeilda myndband sem aðeins sýnir fjórar mínútur af hinni meintu árás. Aðrar upptökur eru af óljósum ástæðum ekki til eða horfnar. Hinn rauði þráður í spurningum ákæruvaldsins í dag snerust um skipulagningu árásarinnar. Níumenningarnir voru spurðir um einhverskonar miða sem átti að hafa gengið manna á millum þar sem boðað var til árásar. Enginn kannaðist við slíkan miða eða fundi um aðgerðirnar. Engin sönnunargögn hafa heldur verið lögð fram sem renna stoðum undir slíkt fundarboð.Misvísandi framburður Framburður þingvarða og lögreglu varðandi hið meinta ofbeldi stangaðist stundum á. Þannig lýstu þingverðir því sem stympingar hefðu átt sér stað, einhverskonar hnoð - meðan lögreglumaðurinn Kristinn Petersen talaði um bardaga og slagsmál og sagði þrjá verði hafa þurft að verjast 35 manna öskrandi múg. Verjandur spurðu Kristinn þá af hverju hann hefði hvorki notað kylfu né piparúða og varð þá fátt um svör. Datt á ofn Ein alvarlegasta ásökunin í málinu snýst um þingvörðinn Maríu Dites de Jesus en hún sakar mótmælanda um að hafa hrint sér á ofn með alvarlegum afleiðingum. Eftir að hún lauk framburði sínum var hið umdeilda myndband sýnt aftur og er erfitt að sjá að lýsing hennar og það sem sést á myndbandinu fari fyllilega saman. Kom í ljós að við skýrslutöku hjá lögreglu hafði María sagt, eftir að henni var sýnt myndbandið, að hún sæi atburðinn með öðrum augum. Í dag hélt hún sér hins vegar við hinn upprunalega framburð - að henni hefði verið hrint. Sá maður sem María sakaði um að hafa hrint sér var hins vegar í fangabrögðum við annan þingvörð. Það sést á myndbandinu. Sá þingvörður viðurkenndi að María hefði bent á umræddan mann eftir atburðinn og sagt hann hafa hrint sér. Brynjar Níelsson spurði Maríu hvort hún upplifði atburðinn eins eftir að hafa séð myndbandið sagði María: "Mér var hrint."Spennuþrunginn dagur Réttarhöldin í dag minntu á stundum á bandarísk réttarhöld þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu. Oft mátti heyra saumnál detta í réttarsal meðan á öðrum stundum tók fólk andköf eða gerði hróp að vitnum. Sérstaka athygli vakti þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því hvernig hið umdeilda myndband varð til. Deildarstjórinn virðist, af sjálfsdáðum, hafa tekið 4 mínútur úr öryggismyndavélum og lagt fyrir forsætisnefnd en aðrar upptökur, sem gætu varpað ljósi á atburðina, eru horfnar. Hvorki forsætisnefnd né lögregla bað um frekari upptökur og þegar málið var komið á dómsstig var það orðið of seint. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði um þetta þegar hann bar vitni í dag: "Þetta var ákvörðun þess sem tók þetta úr öryggismyndavélunum. Ég hygg að menn hafi fyrst og fremst haft áhuga á þeim hluta þessara atburða. Hann varðaði okkur." Deilt um orðalag Þá hefur í dag oft verið tekist á um orðalag. Ákæruvaldið og þingverðir sem borið hafa vitni hafa notast við orðalag "þau ruddust inn" en verjendur hafa bent á að í upptökunni sést að fólki sé hleypt inn og gangi rólega upp stiga. Sagði Ragnar Aðalsteinsson það vera grundvallaratriði í málinu hvaða orðalag sé notað. Kannski orð eins þingvarðarins lýsi ágætlega þeim viðhorfsmun sem svo greinilegur er líka í réttarsalnum - þar sem vitni ákæruvaldsins eru jakkafataklædd meðan sakborningar bera einkennisklæðnað þeirra sem standa til hliðar, gagnrýna og deila á samfélagið. "Þau brutu allar reglur, með klæðaburði sínum og framkomu. Þau ruddust bara inn án þess að hlíða einu eða neinu." Tengdar fréttir Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18. janúar 2011 15:20 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Sjá meira
Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. Skipulagt eða ekki? Réttarhöldin í dag yfir níumenningunum snúast aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi hvort hin meinta árás á Alþingi hafi skipulögð fyrirfram og í öðru lagi um hve raunverulegar staðhæfingar þingvarða og lögreglu um ofbeldi séu. Inn í þetta spilar svo hið umdeilda myndband sem aðeins sýnir fjórar mínútur af hinni meintu árás. Aðrar upptökur eru af óljósum ástæðum ekki til eða horfnar. Hinn rauði þráður í spurningum ákæruvaldsins í dag snerust um skipulagningu árásarinnar. Níumenningarnir voru spurðir um einhverskonar miða sem átti að hafa gengið manna á millum þar sem boðað var til árásar. Enginn kannaðist við slíkan miða eða fundi um aðgerðirnar. Engin sönnunargögn hafa heldur verið lögð fram sem renna stoðum undir slíkt fundarboð.Misvísandi framburður Framburður þingvarða og lögreglu varðandi hið meinta ofbeldi stangaðist stundum á. Þannig lýstu þingverðir því sem stympingar hefðu átt sér stað, einhverskonar hnoð - meðan lögreglumaðurinn Kristinn Petersen talaði um bardaga og slagsmál og sagði þrjá verði hafa þurft að verjast 35 manna öskrandi múg. Verjandur spurðu Kristinn þá af hverju hann hefði hvorki notað kylfu né piparúða og varð þá fátt um svör. Datt á ofn Ein alvarlegasta ásökunin í málinu snýst um þingvörðinn Maríu Dites de Jesus en hún sakar mótmælanda um að hafa hrint sér á ofn með alvarlegum afleiðingum. Eftir að hún lauk framburði sínum var hið umdeilda myndband sýnt aftur og er erfitt að sjá að lýsing hennar og það sem sést á myndbandinu fari fyllilega saman. Kom í ljós að við skýrslutöku hjá lögreglu hafði María sagt, eftir að henni var sýnt myndbandið, að hún sæi atburðinn með öðrum augum. Í dag hélt hún sér hins vegar við hinn upprunalega framburð - að henni hefði verið hrint. Sá maður sem María sakaði um að hafa hrint sér var hins vegar í fangabrögðum við annan þingvörð. Það sést á myndbandinu. Sá þingvörður viðurkenndi að María hefði bent á umræddan mann eftir atburðinn og sagt hann hafa hrint sér. Brynjar Níelsson spurði Maríu hvort hún upplifði atburðinn eins eftir að hafa séð myndbandið sagði María: "Mér var hrint."Spennuþrunginn dagur Réttarhöldin í dag minntu á stundum á bandarísk réttarhöld þar sem miklar tilfinningar eru í spilinu. Oft mátti heyra saumnál detta í réttarsal meðan á öðrum stundum tók fólk andköf eða gerði hróp að vitnum. Sérstaka athygli vakti þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því hvernig hið umdeilda myndband varð til. Deildarstjórinn virðist, af sjálfsdáðum, hafa tekið 4 mínútur úr öryggismyndavélum og lagt fyrir forsætisnefnd en aðrar upptökur, sem gætu varpað ljósi á atburðina, eru horfnar. Hvorki forsætisnefnd né lögregla bað um frekari upptökur og þegar málið var komið á dómsstig var það orðið of seint. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði um þetta þegar hann bar vitni í dag: "Þetta var ákvörðun þess sem tók þetta úr öryggismyndavélunum. Ég hygg að menn hafi fyrst og fremst haft áhuga á þeim hluta þessara atburða. Hann varðaði okkur." Deilt um orðalag Þá hefur í dag oft verið tekist á um orðalag. Ákæruvaldið og þingverðir sem borið hafa vitni hafa notast við orðalag "þau ruddust inn" en verjendur hafa bent á að í upptökunni sést að fólki sé hleypt inn og gangi rólega upp stiga. Sagði Ragnar Aðalsteinsson það vera grundvallaratriði í málinu hvaða orðalag sé notað. Kannski orð eins þingvarðarins lýsi ágætlega þeim viðhorfsmun sem svo greinilegur er líka í réttarsalnum - þar sem vitni ákæruvaldsins eru jakkafataklædd meðan sakborningar bera einkennisklæðnað þeirra sem standa til hliðar, gagnrýna og deila á samfélagið. "Þau brutu allar reglur, með klæðaburði sínum og framkomu. Þau ruddust bara inn án þess að hlíða einu eða neinu."
Tengdar fréttir Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18. janúar 2011 15:20 Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41 Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22 Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59 Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14 Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Sjá meira
Níumenningarnir: "Þetta var bardagi og slagsmál" Hróp og köll voru gerð að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi í máli níumenningana. Lögreglumaðurinn lýsti árásinni sem hörðum bardaga og slagsmálum og sagði vanta allan hafragraut í mótmælendur. 18. janúar 2011 15:20
Níumenningarnir í héraðsdómi - saka lögregluna um hrottaskap Níumenningarnir hafa við vitnaleiðslur í morgun flestir kvartað undan harðræði lögreglunnar. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði lögregluna hafa snúið upp á hendur hennar. Hún hafi kvartað undan sársauka og lögreglan hafi svarað: "Ef þú segir okkur kennitölu þína þá sleppi ég þér." (10:28) 18. janúar 2011 10:41
Níumenningarnir í héraðsdómi - vildu bæta lyktina í dómssal Dómsalur 101 er þéttsetinn í héraðsdómi. Færri komust að en vildu en ekki var sami fjöldi í dag og við þingsetningu málsins. Athygli vakti að hópur fólks, þar á meðal sakborningar, báru á sig ilmolíu áður en réttarhöldin hófust, að þeirra sögn til að dómsalur myndi lykta betur. 18. janúar 2011 09:22
Níumenningarnir í héraðsdómi - hlegið og flissað í dómssal Ljósin voru slökkt í dómssalnum og myndband af innrás níumenninganna inn í alþingi sýnt. Heyra mátti hlátur og fliss hjá áhorfendum og sakborningum sem horfðu á atburðinn örlagaríka. Vitnið Jón Benedikt Hólm sagðist hafa ætlað að gleðja þingmenn umræddan dag. 18. janúar 2011 09:59
Níumenningarnir - aðalmeðferð hafin Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn níumenningunum svokölluðu sem ákærð eru fyrir árás á Alþingi hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferðin muni standa yfir í þrjá daga. 18. janúar 2011 09:14
Níumenningarnir í héraðsdómi - sönnunargögn klippt til? Einn níumenninganna gerði athugasemdir við myndband sem sýnir meinta innrás þeirra á Alþingi. Hann sagði myndbandið klippt á þeim stað þar sem lögreglan mætir til leiks og varpaði fram þeirri spurningu hvort átt hefði verið við sönnunargögn. 18. janúar 2011 10:12