Morgunblaðið biðst afsökunar á rangfærslum Agnesar Erla Hlynsdóttir skrifar 2. febrúar 2011 08:44 Agnes Bragadóttir sakaði Inga Frey Vilhjálmsson um refsiverða háttsemi í umfjöllun hennar á mánudag Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt. Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Morgunblaðið birtir í dag yfirlýsingu frá ritstjórn Morgunblaðsins þar sem beðist er velvirðingar á röngum fréttaflutningi Agnesar Bragadóttur um Inga Frey Vilhjálmsson, blaðamann og fréttastjóra DV, þar sem hann var sagður hafa réttarstöðu grunaðs manns í „njósnatölvumálinu" svokallaða. „Biðja blaðamaðurinn og ritstj. hlutaðeigendur velvirðingar á því sem þarna var missagt," segir í yfirlýsingunni sem er birt á síðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Umrædd frétt birtist á forsíðu Morgunblaðsins 31. janúar og var einnig fjallað um málið á heilli síðu inni í blaðinu þar sem Ingi Freyr var sagður grunaður um refsiverða háttsemi. Lögmaður Inga Freys, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hafði samdægurs samband við Agnesi og Morgunblaðið þar sem hann gaf þeim kost á að leiðrétta rangfærslurnar fyrir klukkan fjögur þann sama dag og biðjast afsökunar, ellegar greiða Inga Frey eina milljón króna í skaðabætur. Ekki var brugðist við þeirri beiðni og sagðist Vilhjálmur Hans þá í samtali við Vísi gera ráð fyrir meiðyrðamáli á hendur Agnesi, og eftir atvikum ritstjórum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir hvort af því verður nú. Á vef Morgunblaðsins, mbl.is, birtist í gær frétt þar sem kom fram að Björgvin Björgvinsson hjá embætti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að Ingi Freyr hefði ekki réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Þar var þó ekki beðist velvirðingar á röngum fréttaflutningi áður. Í yfirlýsingunni sem birt er í Morgunblaðinu í dag segir einnig meðal annars: „Þar kemur fram að Ingi Freyr Vilhjálmsson hafi ekki fengið stöðu grunaðs manns eins og haldið var fram í frásögn blaðamannsins 21. janúar sl. Því er ljóst að ofsagt var um það atriði í greininni um rannsókn á gagnastuldarmáli og svokölluðu „njósnatölvu"-máli." Ingi Freyr var þó sagður tengjast refsiverðri háttsemi á fleiri vegu í grein Agnesar, svo sem að hann hefði gert út ungan dreng til að stela fyrir sig gögnum, en ekki er tekið á þeim atriðum í yfirlýsingu Morgunblaðsins í dag. Í kröfu lögmanns Inga Freys til Morgunblaðsins á mánudag var einnig farið fram á að þessi atriði yrðu leiðrétt.
Tengdar fréttir Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46 „Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Krefur Agnesi um afsökunarbeiðni og miskabætur Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag. Í því eru gerðar þær kröfur að Morgunblaðið biðjist afsökunar á fréttaflutningi Morgunblaðsins í dag og einnig að Inga Frey verði greiddar miskabætur. 31. janúar 2011 16:46
„Aðför að heiðri Inga Freys" Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir frétt Morgunblaðsins um tengsl blaðsins og Wikileaks og hugsanlega greiðslu fyrir stolin gögn aðför að heiðri Inga F. Vilhjálmssonar blaðamanns DV. Morgunblaðið segir Inga með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglunnar á málinu. 31. janúar 2011 10:29