Um 65% vilja ljúka viðræðum við ESB 12. desember 2011 06:30 Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og setja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vildu 65,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ljúka viðræðunum en um 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Heldur fleiri vilja ljúka aðildarferlinu nú en þegar síðast var spurt um aðildarumsóknina í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, í september síðastliðnum. Þá vildu 36,6 prósent draga umsóknina til baka en 63,4 prósent ljúka viðræðunum. Afstaða landsmanna nú er að heita má sú sama og í könnun sem gerð var í janúar síðastliðnum. Þá vildu 65,4 prósent ljúka viðræðunum en 34,6 prósent hætta þeim. Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vill ljúka viðræðunum, eða 56,4 prósent stuðningsmanna flokksins. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins voru afgerandi í andstöðu við aðildarviðræðurnar. Um 63,3 prósent vildu draga umsóknina til baka en 36,7 prósent halda viðræðunum áfram. Þorri stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 94,6 prósent, vill ljúka viðræðunum, einungis 5,4 prósent vilja draga umsóknina til baka. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna sögðust 76,2 prósent vilja ljúka viðræðunum. Heldur fleiri konur vilja hætta viðræðunum en karlar, auk þess sem íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að vilja draga aðildarumsóknina til baka en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Hringt var í 800 manns dagana 7. og 8. desember. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tók 89,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og setja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka. Alls vildu 65,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ljúka viðræðunum en um 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Heldur fleiri vilja ljúka aðildarferlinu nú en þegar síðast var spurt um aðildarumsóknina í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, í september síðastliðnum. Þá vildu 36,6 prósent draga umsóknina til baka en 63,4 prósent ljúka viðræðunum. Afstaða landsmanna nú er að heita má sú sama og í könnun sem gerð var í janúar síðastliðnum. Þá vildu 65,4 prósent ljúka viðræðunum en 34,6 prósent hætta þeim. Meirihluti þeirra sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vill ljúka viðræðunum, eða 56,4 prósent stuðningsmanna flokksins. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins voru afgerandi í andstöðu við aðildarviðræðurnar. Um 63,3 prósent vildu draga umsóknina til baka en 36,7 prósent halda viðræðunum áfram. Þorri stuðningsmanna Samfylkingarinnar, 94,6 prósent, vill ljúka viðræðunum, einungis 5,4 prósent vilja draga umsóknina til baka. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna sögðust 76,2 prósent vilja ljúka viðræðunum. Heldur fleiri konur vilja hætta viðræðunum en karlar, auk þess sem íbúar landsbyggðarinnar eru líklegri til að vilja draga aðildarumsóknina til baka en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Hringt var í 800 manns dagana 7. og 8. desember. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tók 89,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira