Innlent

Lýðheilsustöð og Landlæknaembættið sameinað

Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð sameinast 1. maí 2011 samkvæmt nýjum lögum um embætti landlæknis sem samþykkt voru á Alþingi í dag.

Á vef velferðaráðuneytis kemur fram að hlutverk hins nýja embættis sé að efla lýðheilsu og tryggja gæði heilbrigðisþjónustunnar.

Embættið mun taka við öllum verkefnum sem landlæknir sinnir samkvæmt núgildandi lögum, svo sem leyfisveitingar, sóttvarnir, ráðgjöf, eftirlit, upplýsingasöfnun, gæðamál og skýrslugerð.

Þar verður einnig sinnt verkefnum á sviði forvarna, heilsueflingu og lýðheilsu sem nú eru á ábyrgð Lýðheilsustöðvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×