Óður til kynlífs og hvöt gegn klámi 22. desember 2011 22:00 Sigríður Jónsdóttir segist hafa verið knúin áfram af innri þörf til að skrifa ljóðabók um kynlíf. Fréttablaðið/Stefán Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari á Suðurlandi, sendi frá sér sína aðra ljóðabók í haust. Kanill er hispurslaust kver um holdsins lystisemdir. Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf er undirtitill Kanils, annarrar ljóðabókar Sigríðar Jónsdóttur, bónda í Arnarholti og kennara í Reykholtsskóla í Biskupstungum. Undirtitillinn lýgur engu, kvæðin eru mörg hver blautleg, til dæmis ljóðið um elskuhugann sem er „ófeiminn eins og bráðger foli/ ógeltur í apríl" og gerir sitthvað með „sprota sínum" sem ekki er hafandi eftir í borgaralegu dagblaði. Spurð hvað hafi orðið til þess að hún orti bók hún kynlíf segist Sigríður einfaldlega hafa neyðst til þess. „Eins og með allt sem ég yrki, það er þessi knýjandi innri þörf skáldsins og þetta efni sótti mjög fast að mér." Fyrri ljóðabók hennar, Einnar báru vatn, kom út 2005. Hún var að sögn Sigríðar „venjuleg ljóðabók" um ýmislegt efni, en sum ljóðanna í Kanil voru ort meðfram. „Ég ákvað aftur á móti að gefa þessi ljóð út sér, þau styngju kannski of mikið í stúf í hinni bókinni." Sigríður segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við bókinni. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu vel henni hefur verið tekið; ólíklegustu sveitungar mínir hafa lýst yfir ánægju sinni og fallið þetta í geð. Ég verð ekki vör við að fólk sé feimið við þetta efni. Það tengist kannski því að mér fannst ég þurfa að yrkja þetta og aldrei koma neitt annað til greina en að gefa þetta út, því fyrst ég þurfti að skrifa þetta þyrfti einhver annar að lesa þetta. Það tel ég hafa verið raunin." Stigið milli hins fína og dólgslega getur verið vandratað þegar nautnir holdsins eiga í hlut og í ljóð Sigríðar dansa sum við roðmörkin. Sjálf segist hún líta á bókina sem „antíklám". „Ég er mjög frábitin klámi og er eiginlega í herferð gegn því. Þessi bók er fyrst og fremst óður til kynlífs og ástarinnar; kynæxlunin er samofin sögu lífs á jörðinni og þetta er elsta söguefni í heimi." Sigríður segist yrkja tiltölulega lítið. Hún hafi sett saman vísur og ljóð á unglingsaldri, hætt því en tekið upp þráðinn eftir tuttugu ára hlé og segir aldrei hafi annað hvarflað að sér en að reyna að fá það útgefið. „Ætli það sé ekki framhleypnin í mér, að minnsta kosti hefur mér aldrei dottið í hug að yrkja fyrir skúffuna. Það eru nokkrir hlutir í lífinu sem ég hef ákveðið að taka mér fyrir hendur. Eitt af því var að skrifa bækur og það gekk eftir." Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari á Suðurlandi, sendi frá sér sína aðra ljóðabók í haust. Kanill er hispurslaust kver um holdsins lystisemdir. Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf er undirtitill Kanils, annarrar ljóðabókar Sigríðar Jónsdóttur, bónda í Arnarholti og kennara í Reykholtsskóla í Biskupstungum. Undirtitillinn lýgur engu, kvæðin eru mörg hver blautleg, til dæmis ljóðið um elskuhugann sem er „ófeiminn eins og bráðger foli/ ógeltur í apríl" og gerir sitthvað með „sprota sínum" sem ekki er hafandi eftir í borgaralegu dagblaði. Spurð hvað hafi orðið til þess að hún orti bók hún kynlíf segist Sigríður einfaldlega hafa neyðst til þess. „Eins og með allt sem ég yrki, það er þessi knýjandi innri þörf skáldsins og þetta efni sótti mjög fast að mér." Fyrri ljóðabók hennar, Einnar báru vatn, kom út 2005. Hún var að sögn Sigríðar „venjuleg ljóðabók" um ýmislegt efni, en sum ljóðanna í Kanil voru ort meðfram. „Ég ákvað aftur á móti að gefa þessi ljóð út sér, þau styngju kannski of mikið í stúf í hinni bókinni." Sigríður segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við bókinni. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu vel henni hefur verið tekið; ólíklegustu sveitungar mínir hafa lýst yfir ánægju sinni og fallið þetta í geð. Ég verð ekki vör við að fólk sé feimið við þetta efni. Það tengist kannski því að mér fannst ég þurfa að yrkja þetta og aldrei koma neitt annað til greina en að gefa þetta út, því fyrst ég þurfti að skrifa þetta þyrfti einhver annar að lesa þetta. Það tel ég hafa verið raunin." Stigið milli hins fína og dólgslega getur verið vandratað þegar nautnir holdsins eiga í hlut og í ljóð Sigríðar dansa sum við roðmörkin. Sjálf segist hún líta á bókina sem „antíklám". „Ég er mjög frábitin klámi og er eiginlega í herferð gegn því. Þessi bók er fyrst og fremst óður til kynlífs og ástarinnar; kynæxlunin er samofin sögu lífs á jörðinni og þetta er elsta söguefni í heimi." Sigríður segist yrkja tiltölulega lítið. Hún hafi sett saman vísur og ljóð á unglingsaldri, hætt því en tekið upp þráðinn eftir tuttugu ára hlé og segir aldrei hafi annað hvarflað að sér en að reyna að fá það útgefið. „Ætli það sé ekki framhleypnin í mér, að minnsta kosti hefur mér aldrei dottið í hug að yrkja fyrir skúffuna. Það eru nokkrir hlutir í lífinu sem ég hef ákveðið að taka mér fyrir hendur. Eitt af því var að skrifa bækur og það gekk eftir."
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira