Innlent

Vill að hvarf Valgeirs Víðissonar verði rannsakað aftur

Ögmundur Jónasson hefur ekki enn fundað með Unni.
Ögmundur Jónasson hefur ekki enn fundað með Unni.
„Ég trúi því að hann hafi verið myrtur,“ segir Unnur Millý Georgsdóttir, en barnsfaðir hennar, Valgeir Víðisson, hvarf sporlaust árið 1994. Unnur Millý hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, dómsmálaráðherra, þar sem hún hyggst biðja hann um að taka upp rannsókn á málinu á ný.

Málið er hið dularfyllsta en Valgeir hvarf þann 19. júní árið 1994. Þá var hann rétt tæplega þrítugur. Ekkert hefur til hans spurst síðan en sakamálarannsókn fór fram á hvarfi Valgeirs. Einn maður var handtekinn og framseldur frá Hollandi til Íslands vegna rannsóknarinnar. Honum var þó sleppt að lokum.

Aðspurð segist Unnur Millý hafa upplýsingar undir höndum sem geti varpað nýju ljósi á málið. „Ég veit að þegar ég mun tala við Ögmund um þetta mál munu renna á hann tvær grímur,“ segir Unnur Millý sem vill ekki greina frá upplýsingunum í viðtali við Vísi.

„Þessa upplýsingar sem ég hef, þeir sem á þessum tíma þekktu til Valgeirs, vita nákvæmlega hvað ég er að tala um,“ segir hún.

Unnur Millý trúir því að Valgeir hafi verið kominn í vandræði gagnvart valdamiklum mönnum í undirheimum Íslands. „Hann sagði við mig viku áður en hann hvarf að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur hérðan í frá, hann væri komin inn undir hjá þeim stóru,“ segir Unnur Millý. Svo hvarf hann skömmu síðar.

Unnur vill meina að rannsókn lögreglunnar hafi verið verulega óbótavant. Þess vegna ætlar hún að biðja ráðherra um að opna rannsóknina á ný.

Ekki er ljóst hvenær Unnur Millý mun ná fundi ráðherrans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×